Gjöf lestrarkunnáttu
Elsti sonur okkar hafði yndi af leikskólanum og allt benti til að honum gengi í skóla. Í fyrsta bekk varð þó ljóst að hann gat ekki lesið. Hann gat lesið nokkur orð hér og þar en átti jafnvel erfitt með léttustu lestrarverkefnin. Mánuðirnir liðu og lestrarkunnáttu sonar okkar miðaði varla nokkuð áfram. Við hjónin urðum stöðugt áhyggjufyllri.
Dag einn minntist ég nokkurs sem trúboðsforseti minn hafði kennt mér nokkrum árum áður. Ég hafði verið kallaður í trúboð þar sem tungumálið var mér ókunnugt. Að læra rússneska tungu er erfitt á margan og mismunandi hátt fyrir hvern trúboða, og trúboðsforsetinn ráðlagði okkur að lesa Mormónsbók á rússnesku daglega. Hann lofaði því að kraftur Mormónsbókar myndi auðvelda okkur að tjá okkur á rússnesku. Hann hafði rétt fyrir sér. Með tímanum gekk mér betur bæði að tala og skilja tungumálið, og vitnisburður minn óx.
Nokkrum árum eftir trúboð mitt sló þessari hugsun niður í huga minn: „Ef það virkaði fyrir mig á rússnesku, hvers vegna ekki fyrir son minn á ensku?“ Eftir að hafa sagt syni okkar frá baráttu minni við að læra rússnesku og ráði trúboðsforsetans, skoruðum við hjónin á hann að lesa sjálfur í Mormónsbók á hverjum degi. Hann notaði tímann til að merkja við orðin Guð og Drottinn þegar hann sá þau á blaðsíðunum. Síðan merkti hann orðið Jesús og þar næst valdi hann orð sem hann hafði séð og spurði hvað þau merktu. Hann var iðinn við daglegan lestur sinn og í lok árs hafði lestrarkunnátta hans farið fram úr væntingum okkar.
Nú er sonur okkar í sjötta bekk. Hann les frábærlega og segir fimm yngri systkinum sínum frá gjöfinni sem hann hlaut með því að lesa Mormónsbók. Lestrarkunnátta allra barna okkar er mjög góð og þau hafa vanið sig á að lesa Mormónsbók. Þau eru farin a finna kraftmikinn anda sannleikans um leið og vitnisburðir þeirra vaxa.