Fyrir foreldra
Sáluhjálparáætlunin og traust til Drottins
Kæru foreldrar:
Þið getið notað eftirfarandi greinar og myndirnar þar til að hefja umræður við fjölskyldu ykkar og hjálpa þeim að skilja mikilvægt efni, eins og sáluhjálparáætlunina og að setja traust sitt á Drottin.
Sáluhjálparáætlunin
Notið „Helstu trúarreglur“ á bls. 6, til að kenna börnum ykkar um sáluhjálparáætlunina. Ræðið hvernig þekking á sáluhjálparáætluninni blessar ykkur og fjölskyldu ykkar. Íhugið að láta börn ykkar teikna myndir af sáluhjálparáætluninni og fá hvert þeirra til að útskýra hina ýmsu þætti hennar.
Setja traust sitt á Drottin
Lesið upplifun bróður Miltons Camargo á bls. 21. Þegar þið ræðið um hana við börn ykkar, íhugið þá að spyrja: Hvernig setti trúboðinn traust sitt á Drottin? Hvernig sýnið þið að þið treystið Drottni? Hvernig hafið þið á einhvern hátt verið blessuð af því að treysta Guði?
Tala um misnotkun
Notið hugmyndirnar í greininni á bls. 14 til að læra hvernig bera á kennsl á misnotkun, koma í veg fyrir hana og kenna börnum að verja sig sjálf.