„Jesús Kristur er styrkur ungmenna – Útdráttur,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2022.
Laugardagsmorgunn
Jesús Kristur er styrkur ungmenna
Útdráttur
Ef þið eruð á aldrinum 11 til 18 ára, þá hef ég boðskap sérstaklega fyrir ykkur frá frelsara ykkar, Jesú Kristi.
Boðskapur frelsarans til ykkar
Kæru ungu vinir, hvað myndi frelsarinn segja við ykkur ef hann væri hér einmitt núna?
Ég held að hann myndi byrja á því að tjá djúpa elsku sína til ykkar. …
Þrátt fyrir þetta, vegna þess að við erum öll þróttlítil og ófullkomin, gætu áhyggjur smeygt sér í huga ykkar. Þið gætuð munað eftir mistökum sem þið hafið gert, þau skipti sem þið létuð undan freistingum, eitthvað sem þið vilduð ekki hafa gert – eða óskið þess að að hafa gert betur. …
Ég held að frelsarinn Jesús Kristur myndi vilja að þið sæjuð, fynduð fyrir og vissuð að hann er styrkur ykkar. Að með hans hjálp eru engin takmörk fyrir því hverju þið getið fengið áorkað. …
Frelsarinn myndi segja á skýran hátt að þið séuð dætur og synir hins almáttuga Guðs. Himneskur faðir ykkar er dýrlegasta vera alheimsins, full af elsku, gleði, hreinleika, heilagleika, ljósi, náð og sannleika. Hann vill að þið erfið allt það sem hann á dag einn. …
Til að gera þetta mögulegt, sendi hann Jesú Krist til að vera frelsari ykkar. …
Þetta er hlutskipti ykkar. Þetta er framtíð ykkar. Þetta er val ykkar!
Sannleikur og ákvarðanir
Kjarni sæluáætlunar Guðs er máttur ykkar til að velja. …
Þegar þið hafið mikilvægar ákvarðanir að taka, eru Jesús Kristur og hið endurreista fagnaðarerindi hans besti valkosturinn. Þegar þið hafið spurningar, eru Jesús Kristur og hið endurreista fagnaðarerindi hans besta svarið. Þegar þið eruð þróttlítil, er Jesús Kristur styrkur ykkar. …
Til styrktar ungmennum
Til að hjálpa ykkur að finna veginn og að gera kenningu Krists að leiðandi áhrifavaldi í lífi ykkar, hefur Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu útbúið nýtt úrræði, endurskoðaða útgáfu af Til styrktar æskunni. …
Svo það sé á hreinu, þá er Jesús Kristur besti leiðarvísir sem þið getið nokkurn tíma haft til að taka ákvarðanir. Jesús Kristur er styrkur ungmenna.
Tilgangur Til styrktar ungmennum er að beina ykkur til hans. …
Einnig er mikilvægt að vita hvað Til styrktar ungmennum gerir ekki. Bæklingurinn tekur ekki ákvarðanir fyrir ykkur. Hann veitir ykkur ekki „já“ eða „nei“ um alla þá valkosti sem þið gætuð staðið frammi fyrir. Til styrktar ungmennum einblínir á þann grunn sem þið byggið ákvarðanir ykkar á. Hann einblínir á gildi, reglur og kenningar en ekki á ákveðna og afmarkaða breytni. …
Er rangt að hafa reglur? Auðvitað ekki. Við þörfnumst þeirra öll á hverjum degi. Það er samt rangt að einblína eingöngu á reglur, í stað þess að einblína á frelsarann. …
Æðri staðall
Jesús Kristur hefur afar háan staðal fyrir fylgjendur sína. Boðið um að leita vilja hans af einlægni og lifa eftir sannleika hans er hæsti mögulegi staðallinn!
Mikilvægar stundlegar og andlegar ákvarðanir ættu ekki aðeins að byggja á persónulegum óskum eða því sem er hentugt eða vinsælt. Drottinn er ekki að segja: „Gerið hvað sem þið viljið.“
Hann segir: „Látið Guð ríkja.“
Hann segir: „Kom, … fylg mér.“
Hann segir: „Lifið á helgari, æðri, þroskaðri máta.“
Hann segir: „Haldið boðorð mín.“
Jesús Kristur er okkar fullkomna fordæmi og af öllum mætti sálar okkar reynum við að fylgja honum.
Kæru vinir, ég endurtek, ef frelsarinn stæði hér í dag, þá myndi hann tjá óendanlega elsku sína til ykkar, algjört traust sitt til ykkar. Hann myndi segja ykkur að þið gætuð náð takmarkinu. Þið getið byggt upp líf fullt af gleði og hamingju, vegna þess að Jesús Kristur er styrkur ykkar. Þið getið fundið traust, frið, öryggi, hamingju og að þið eigið samleið nú og að eilífu, því þið munið finna allt þetta í Jesú Kristi, í fagnaðarerindi hans og í kirkju hans.