2022
Kenningin að tilheyra – Útdráttur
Nóvember 2022


„Kenningin að tilheyra – Útdráttur,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2022.

Kenningin að tilheyra

Útdráttur

Ljósmynd
Tilvitnun Christoffersons á veggspjaldi

Hala niður PDF-skjali

Ég ætla að ræða um það sem ég kalla kenninguna um að tilheyra í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. …

Við getum ekki leyft að neinir kynþátta- eða hópafordómar eða annars konar sundrung hreiðri um sig í kirkju Krists á síðari dögum. …

Sú tilfinning að tilheyra, er mikilvæg fyrir líkamlega, sálarlega og andlega vellíðan okkar. Samt er vel mögulegt að stundum gæti hverju okkar fundist við ekki falla í hópinn. …

Áskiljum Drottni, og þeim sem hann hefur falið að gera það, að dæma og verum sátt við að elska og koma fram við hvert annað eins vel og við getum. …

Annar þáttur kenningarinnar um að tilheyra, hefur að gera með okkar eigið framlag. Þótt við leiðum sjaldan hugann að því, þá eiga þjónusta okkar og þær fórnir sem við færum fyrir aðra og Drottin ríkastan þátt í tilfinningu okkar að tilheyra. …

Síðasti og mikilvægasti þátturinn í kenningunni um að tilheyra er miðlægt hlutverk Jesú Krists. Við göngum ekki í kirkjuna eingöngu vegna samfélags, þótt það sé mikilvægt. Við sameinumst til endurlausnar fyrir kærleika og náð Jesú Krists. Við sameinumst til að tryggja okkur og þeim sem við elskum helgiathafnir sáluhjálpar og upphafningar, beggja vegna hulunnar. Við sameinumst til að taka þátt í því mikla verki að stofna Síon til undirbúnings endurkomu Drottins.

Prenta