Sögur úr ritningunum
Fjölskylda Josephs Smith


„Fjölskylda Joseph Smith,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Fjölskylda Joseph Smith,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

1805–1817

Fjölskylda Josephs Smith

Fjölskylda trúar

Joseph Smith og fjölskylda hans vinna saman á býli sínu.

Joseph Smith fæddist 23. desember 1805 í norðausturhluta Bandaríkjanna. Faðir hans var einnig nefndur Joseph. Móðir hans hét Lucy. Hann átti marga bræður og systur. Fjölskylda Josephs voru bændur. Þau trúðu á Guð og elskuðu hvert annað.

Joseph Smith – Saga 1:3–4

Joseph Smith þegar hann var ungur drengur. Vinstri fótur hans er vafinn í sárabindi. Móðir hans hefur áhyggjur af honum.

Þegar Joseph var lítill drengur, átti hann við sjúkdóm að stríða sem olli vandræðum í fæti hans. Það meiddi hann mikið. Fjölskylda Josephs reyndi að hjálpa honum að líða betur, en hann var enn mjög kvalinn í fætinum. Læknar reyndu að laga fótinn en tókst það ekki.

Heilagir, 1:7

Joseph Smith í rúminu. Bróðir hans krýpur við rúmstokkinn. Móðir hans talar við lækninn hans í bakgrunni.

Læknarnir sögðu að þeir þyrftu að skera fótlegg Josephs af til að bjarga lífi hans. En móðir hans leyfði það ekki. Hún spurði hvort það væri einhver önnur leið til að hjálpa Joseph. Læknarnir ákváðu að skera frekar burt hluta af beininu í fæti hans. Joseph vissi að þetta yrði sárt, en hann trúði að Guð myndi hjálpa sér.

Heilagir, 1:7

Læknir Josephs Smith býður honum áfengi fyrir aðgerð á fæti hans. Joseph neitar. Faðir hans heldur honum.

Læknarnir vildu gefa Joseph áfengi að drekka til að deyfa sársaukann. Joseph neitaði. Hann vildi bara að faðir sinn héldi sér.

Heilagir, 1:7

Móðir Josephs Smith yfirgefur herbergið á meðan læknirinn gerir sig kláran til að gera aðgerðina.

Joseph bað móður sína að fara út. Hann vildi ekki að hún sæi hann í svo miklum sársauka á meðan læknarnir gerðu aðgerðina á fæti hans.

Læknir framkvæmir skurðaðgerð á fæti Joseph Smith. Faðir hans heldur honum til að veita stuðning.

Faðir Joseph hélt honum meðan læknarnir skáru sjúka hluta beinsins í fótleggnum burt. Þetta var afar sárt, en Guð hjálpaði Joseph að sýna hugrekki. Eftir nokkur ár batnaði fótur Josephs en það var enn sárt að ganga.

Heilagir, 1:6-7.

Joseph Smith og fjölskylda hans í New York. Þau vinna við að ná safa úr hlynstrjám fyrir síróp.

Þegar Joseph varð eldri flutti fjölskylda hans til New York fylkis. Fjölskylda Joseph var fátæk. Þau lögðu hart að sér við að hafa nægan mat fyrir fjölskylduna. Joseph var góður drengur. Hann var glaður og naut þess að hlæja og hafa gaman.

Heilagir, 1:5-9.

Fjölskylda Josephs Smith situr friðsæl saman við matarborðið.

Fjölskylda Josephs elskaði Jesú Krist. Þau báðu og lásu Biblíuna saman. Foreldrar Josephs voru þó ekki viss um hvaða kirkju þau ættu að tilheyra. Kvöld eitt baðst Lucy, móðir Josephs, fyrir og sagði Guði að hún vildi finna hina sönnu kirkju Jesú Krists. Guð bænheyrði hana og lofaði að hún myndi gera það.

Heilagir, 1:10-11.