Sögur úr ritningunum
Englar endurreisa prestdæmið


„Englar endurreisa prestdæmið,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Englar endurreisa prestdæmið,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

1829

Englar endurreisa prestdæmið

Máttur til að vinna verk Guðs

Joseph Smith og Oliver Cowdery tala saman, að auki mynd af Jesú og fólkinu í Ameríku til forna.

Þegar Joseph og Oliver þýddu gulltöflurnar, komust þeir að því að Jesús vildi að allir létu skírast. Hann veitti líka fólki kraft til að skíra aðra. Joseph hafði ekki látið skírast. Hann vildi vita meira um skírn.

Joseph Smith—Saga 1:68; Heilagir, 1:65–66

Joseph Smith og Oliver Cowdery krjúpandi á bæn í skóginum.

Joseph og Oliver veltu fyrir sér hver hefði vald til að skíra fólk núna. Þeir ákváðu að spyrja Guð. Þeir fóru inn í skóginn og krupu í bæn.

Joseph Smith—Saga 1:68; Heilagir, 1:66

Engillinn Jóhannes skírari veitir Joseph Smith Aronsprestdæmið

Er þeir báðust fyrir birtist engill. Hann sagðist vera Jóhannes skírari, sem hefði skírt Jesú Krist fyrir löngu. Hann veitti Joseph og Oliver Aronsprestdæmið. Prestdæmið er kraftur Guðs Það er notað til að blessa börn Guðs.

Kenning og sáttmálar 13; Joseph Smith – Saga 1:69, 72; Heilagir, 1:66–67

Joseph Smith skírir Oliver Cowdery í á.

Jóhannes skírari sagði að sá sem hefur Aronsprestdæmið geti kennt fólki að iðrast og skírt það. Jóhannes sagði Joseph og Oliver að láta skírast. Þeir fóru út í á og skírðu hvorn annan. Þegar þeir komu upp úr vatninu, fylltust þeir heilögum anda. Þeir voru mjög hamingjusamir!

Joseph Smith – Saga 1:70–73

Pétur, Jakob og Jóhannes veita Joseph Smith Melkísedeksprestdæmið.

Síðar komu aðrir englar. Þrír postular Jesú – Pétur, Jakob og Jóhannes – veittu Joseph og Oliver Melkísedeksprestdæmið. Nú gátu Joseph og Oliver veitt gjöf heilags anda. Joseph og Oliver urðu líka postular. Þeir gætu þannig leitt kirkjuna og orðið sérstök vitni Jesú Krists.

Kenning og sáttmálar 27:12; Heilagir, 1:84