Sögur úr ritningunum
Drottinn sendir Oliver Cowdery


„Drottinn sendir Oliver Cowdery,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Drottinn sendir Oliver Cowdery,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

1828–1829

Drottinn sendir Oliver Cowdery

Að læra hvernig Guð talar til okkar

Joseph og Emma Smith við vinnu fyrir framan litla heimilið sitt.

Joseph og Emma héldu áfram að þýða Mormónsbók. Vinnan var erfið og þau þurftu einnig að vinna á býlinu sínu. Joseph bað þess að himneskur faðir sendi einhvern til að hjálpa sér að þýða Mormónsbók.

Heilagir, 1:56, 58

Oliver Cowdery hringir skólabjöllu.

Langt í burtu í New York bjó Oliver Cowdery, ungur skólakennari, hjá foreldrum Joseph Smith. Oliver kenndi yngri bræðrum og systrum Josephs.

Heilagir, 1:58–59.

Oliver Cowdery situr við arin og talar við foreldra Josephs Smith.

Oliver heyrði um son þeirra, Joseph, og gulltöflurnar. Hann var forvitinn. Hann ræddi við foreldra Josephs. Þeir sögðu Oliver að Joseph væri að vinna verk Guðs.

Heilagir, 1:59

Oliver Cowdery krýpur við rúmstokk sinn og biðst fyrir til að vita meira um Joseph Smith.

Nú varð Oliver enn forvitnari. Foreldrar Josephs sögðu Oliver að hann ætti að biðja og komast að því sjálfur hvort þetta væri verk Guðs. Kvöld eitt baðst Oliver fyrir af öllu hjarta. Guð veitti honum hugarró. Oliver vissi að Joseph Smith var þjónn Guðs. Honum fannst hann þurfa að hjálpa Joseph.

Heilagir, 1:60

Oliver Cowdery og Joseph Smith sitja við arin. Emma heldur á nokkrum handritasíðum.

Þegar skólaárinu lauk fór Oliver til að hitta Joseph og Emmu. Joseph og Oliver vöktu lengi fram eftir, ræddu um gulltöflurnar og verk Guðs.

Heilagir, 1:60

Oliver Cowdery skrifar á handritssíðu.

Oliver sagði að hann myndi skrifa meðan Joseph þýddi. Hann elskaði það sem hann lærði um Jesú. Hann hafði líka spurningar og þráði sterkari trú.

Heilagir, 1:61

Oliver Cowdery og Joseph Smith sitja í stólum við glugga.

Drottinn flutti Oliver boðskap með spámanninum Joseph. Hann sagði Oliver að muna eftir kvöldinu sem hann hafði beðist fyrir. Guð hafði veitt honum frið. Einungis Guð vissi af þessari bæn. Trú Olivers varð sterkari. Hann hélt áfram að hjálpa Joseph og Drottinn kenndi honum margt um það hvernig Guð talar til okkar.

Kenning og sáttmálar 6:14–24; 8:1–3; 9:7–9; Heilagir, 1:62–64