Sögur úr ritningunum
Martin Harris hjálpar Joseph


„Martin Harris hjálpar Joseph,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Martin Harris hjálpar Joseph,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

1828–1829

Martin Harris hjálpar Joseph

Læra að treysta Drottni

Martin Harris og eiginkona hans heilsa Joseph og Emmu Smith.

Dag einn, er Joseph og Emma bjuggu í Pennsylvaníu, kom vinur að nafni Martin Harris í heimsókn til þeirra. Martin átti stórt býli í New York. Hann vissi um vinnu Josephs með gulltöflurnar. Hann hafði áður hjálpað Joseph og nú vildi hann vita hvort það væri meira sem hann gæti gert til að hjálpa.

Heilagir, 1:49

Nærmynd af Martin Harris. Hann stendur í eldhúsinu á heimili Josephs og Emmu Smith.

Joseph og Emma voru þakklát. Margir héldu að Joseph væri að ljúga. Það var gott að eiga vin eins og Martin, sem trúði að gulltöflurnar væru raunverulegar.

Heilagir, 1:49

Joseph og Emma Smith standa inni á heimili sínu með Martin Harris. Joseph og Martin halda á blaðsíðum úr handriti.

Þegar Joseph þýddi töflurnar, skráði Martin það sem hann sagði. Martin var spenntur yfir því að hjálpa Drottni við þetta mikla verk.

Heilagir, 1:50

Martin og Lucy Harris rífast fyrir framan hestvagn sinn.

Lucy, eiginkona Martins, var ekki ánægð. Hún trúði því ekki að Joseph hefði í raun gulltöflurnar. Hún hélt að Joseph væri að blekkja Martin. Hún vildi að Martin kæmi aftur til New York og hætti að hjálpa Joseph.

Heilagir, 1:49–50.

Joseph Smith heldur á blaðsíðu úr handriti. Martin Harris biður Joseph að fá handritið lánað til að sýna eiginkonu sinni.

Martin hélt samt áfram að vinna með Joseph. Hann taldi að ef Lucy læsi það sem þeir væru að vinna að, þá myndi hún líka trúa. Hann spurði Joseph hvort hann mætti fara með blaðsíðurnar sem þeir höfðu þýtt til New York til að sýna eiginkonu hans. Joseph sagði að hann myndi biðja og spyrja Guð.

Heilagir, 1:50–51.

Joseph Smith biðst fyrir til að spyrja Guð hvort Martin Harris megi fá handritið lánað.

Drottinn sagði Joseph að leyfa Martin ekki að fara með síðurnar. Martin bað Joseph að biðjast fyrir aftur. Joseph baðst fyrir og fékk sama svarið. Martin langaði samt mikið að sýna konu sinni síðurnar og Joseph vildi hjálpa vini sínum. Joseph baðst fyrir í þriðja sinn. Í þetta sinn sagði Guð Joseph að hann gæti ákveðið hvað gera skyldi.

Heilagir, 1:51

Martin Harris heldur á blaðsíðum handritsins. Joseph Smith áhyggjufullur í bakgrunni.

Joseph sagði Martin að hann gæti farið með síðurnar til New York en hann gæti aðeins sýnt vissum fjölskyldumeðlimum þær. Hann þurfti svo að koma með síðurnar aftur innan tveggja vikna. Martin samþykkti það og fór með síðurnar.

Heilagir, 1:51

Joseph Smith krjúpandi við gröf látins barns síns.

Á meðan Martin var í burtu, fæddist Joseph og Emmu barn. Barnið dó hinsvegar og Emma veiktist. Emma og Joseph voru afar sorgmædd.

Heilagir, 1:51–52.

Joseph Smith faðmar Emmu.

Joseph hafði áhyggjur af Emmu. Hann hafði líka áhyggjur af Martin. Þessar tvær vikur höfðu liðið og Martin hafði ekki komið aftur. Emma hafði líka áhyggjur.

Heilagir, 1:52

Martin Harris situr við borð og talar við Joseph Smith og foreldra hans.

Emma sagði Joseph að fara til New York að leita að Martin. Joseph hitti Martin á heimili foreldra hans. Þegar Joseph spurði Martin um síðurnar, varð Martin afar dapur. Hann sagði að síðurnar væru glataðar. Hann hafði leitað alls staðar en ekki fundið þær.

Heilagir, 1:52–53

Emma Smith faðmar Joseph Smith.

Joseph varð afar hryggur og hræddur. Hann vissi að það var rangt af honum að leyfa Martin að taka síðurnar. Hann fór aftur heim og sagði Emmu frá því sem hafði gerst. Engillinn Moróní kom og tók gulltöflurnar til baka. Hann sagði að ef Joseph væri auðmjúkur og iðraðist, gæti hann fengið töflurnar aftur og þýtt á ný.

Kenning og sáttmálar 3:5–11; 10:1–3; Heilagir, 1:53–54

Joseph Smith krýpur við rúmstokk sinn og biður Guð fyrirgefningar.

Í margar vikur hugsaði Joseph um það sem hann gerði rangt. Hann baðst fyrir og bað um fyrirgefningu. Guð fyrirgaf honum. Hann sagði Joseph að síðunum hefði verið stolið af fólki sem reyndi að stöðva verk Guðs. Enginn fær þó stöðvað verk Guðs. Guð hafði áætlun um að halda starfi sínu áfram.

Kenning og sáttmálar 3:1–10; Heilagir, 1:54–55

Joseph og Emma Smith ræða við Martin Harris. Joseph tekur í hönd Martins Harris.

Moróní afhenti Joseph töflurnar aftur. Guð sagði Joseph og Martin að ef þeir væru auðmjúkir og treystu honum gætu þeir haldið áfram að hjálpa við verk hans á margan hátt. Þeir gætu hjálpað við að færa heiminum Mormónsbók. Þessi bók myndi hjálpa fólki alls staðar að iðrast og trúa á Jesú Krist.

Kenning og sáttmálar 3:16–20; 5:21–35; Heilagir, 1:56–57