Sögur úr ritningunum
Fyrsta sýn Josephs Smith


„Fyrsta sýn Joseph Smith,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Fyrsta sýn Joseph Smith,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

1817–1820

Fyrsta sýn Josephs Smith

Svar við auðmjúkri bæn

Joseph Smith hlustar á fólk sem prédikar um hinar ýmsu trúarskoðanir sínar.

Á þeim stað sem fjölskylda Josephs Smith bjó, voru margar kirkjur sem kenndu um Jesú Krist. Þær kenndu allar mismunandi hluti um hann. Joseph var ekki viss um hver hafði rétt fyrir sér. Hann vissi að hann þarfnaðist frelsarans, en hann vissi ekki í hvaða kirkju hann ætti að ganga.

Joseph Smith—Saga 1:5–6; Saints, 1:9

Joseph Smith að vinna á býlinu sínu.

Joseph hugleiddi þetta lengi. Hann þráði fyrirgefningu synda sinna. Hann fór í margar kirkjur, en var enn ráðvilltur.

Joseph Smith—Saga 1:8–10; Heilagir, 1:9–12

Joseph Smith les í Biblíunni við kertaljós.

Dag einn las hann Jakobsbréfið 1:5 í Biblíunni. Þar stóð að ef við þörfnuðumst visku, getum við spurt Guð. Joseph vissi í hjarta sínu að þetta var það sem hann þurfti að gera.

Joseph Smith – Saga 1:11–13

Joseph Smith á gangi inn í skóginn nærri heimili sínu til að biðjast fyrir.

Að morgni fallegs vordags, árið 1820, fór Joseph út í skóg nærri heimili sínu. Hann vildi vera á stað þar sem hann gæti verið einn og beðið til himnesks föður.

Joseph Smith – Saga 1:14–15

Joseph Smith biðst fyrir í skóginum.

Hann kraup og tók að biðjast fyrir. Þegar hann gerði það, fann hann illt afl yfirtaka sig. Hann fann myrkrið umlykja sig. Svo virtist sem einhver reyndi að koma í veg fyrir að hann talaði við Guð. Joseph notaði alla krafta sína til að biðja Guð að bjarga sér.

Joseph Smith – Saga 1:15–16

Himneskur faðir og Jesús Kristur vitja Josephs Smith. Hann krýpur frammi fyrir þeim.

Skyndilega sá Joseph skært ljós koma niður af himni. Myrkrið hvarf og hann fann frið. Í ljósinu sá hann himneskan föður og Jesú Krist standa í loftinu. Himneskur faðir sagði nafn Josephs. Hann benti síðan á Jesú Krist og sagði: „Þessi er minn elskaði sonur. Hlýð þú á hann!“

Joseph Smith—Saga 1:16–17

Jesús segir Joseph Smith að syndir hans séu fyrirgefnar.

Drottinn sagði Joseph að syndir hans væru fyrirgefnar. Joseph spurði Jesú í hvaða kirkju hann ætti að ganga. Jesús sagði að hann skyldi ekki ganga í neina þeirra.

Joseph Smith – Saga 1:18–19; Heilagir, 1:16

Joseph Smith krýpur í trjálundi og hlustar á frelsarann.

Jesús sagði mikilvægan sannleik um fagnaðarerindi sitt hafa glatast. Hann sagði að hann myndi senda engla til að kenna Joseph þennan sannleika, til að deila með heiminum.

Sjá Heilagir, 1:16–17.

Joseph Smith á gangi úr skóginum í átt að heimilinu sínu.

Eftir að sýninni lauk, fylltist Joseph elsku og gleði. Joseph var ekki lengur ráðvilltur. Hann vissi að Guð elskaði sig. Þótt einhverjir hötuðu hann fyrir að segjast hafa séð himneskan föður og Jesú Krist, þá vissi Joseph að það var sannleikur.

Joseph Smith—Saga 1:20–26; Heilagir, 1:16