Sögur úr ritningunum
Joseph og Emma


„Joseph og Emma,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Joseph og Emma,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

1825–1828

Joseph og Emma

Vinna saman að því að færa heiminum Mormónsbók

Emma Hale situr við á nærri heimili sínu.

Emma Hale ólst upp í stórri fjölskyldu í Pennsylvaníu, ekki langt frá New York, þar sem Joseph Smith bjó. Emma og fjölskylda hennar trúðu á Guð. Emma naut þess að lesa, syngja, fara á hestbak og róa á kanó í ánni við heimili sitt.

Heilagir, 1:31–32.

Joseph Smith og faðir hans á gangi framhjá húsi Emmu Hale. Emma horfir út um gluggann og sér Joseph.

Þegar Emma var 21 árs, kom Joseph Smith og faðir hans til að vinna fyrir einn nágranna Emmu. Faðir Emmu bauð þeim að dvelja á heimili sínu.

Joseph Smith – Saga 1:56–57; Heilagir, 1:31–32

Joseph og Emma tala saman fyrir utan heimili Emmu. Foreldrar Emmu eru í dyragættinni.

Joseph og Emma kynntust. Þeim líkaði að vera saman. Foreldrum Emmu var hins vegar ekki vel við Joseph. Þau trúðu því ekki að hann hefði séð engil.

Heilagir, 1:32–33.

Emma og Joseph Smith fara saman á sleða dregnum af hesti.

Um ári síðar bað Joseph Emmu að giftast sér. Emma og Joseph elskuðu hvort annað. Þau giftu sig og fluttu til foreldra Josephs í New York.

Joseph Smith – Saga 1:57–58; Heilagir, 1:34–35

Emma og Joseph Smith fara á hestvagni út í skóg.

Fjögur ár höfðu liðið frá því að Moróní sagði Joseph frá gulltöflunum. Þegar sá tími kom, fóru Emma og Joseph að hæðinni þar sem töflurnar voru faldar.

Joseph Smith – Saga 1:59; Heilagir, 1:36–37

Moróní afhendir Joseph Smith gulltöflurnar.

Engillinn Moróní mætti Joseph á hæðinni og afhenti honum töflurnar. Hann sagði Joseph að ef hann gerði sitt besta til að annast töflurnar yrðu þær öruggar.

Joseph Smith – Saga 1:59; Heilagir, 1:37–38

Joseph Smith heldur á gulltöflunum. Maður eltir hann og reynir að ná töflunum.

Fólk hafði heyrt að Joseph hefði gulltöflurnar undir höndum og sumir þeirra reyndu að stela töflunum frá honum. Joseph varð að finna staði til að fela þær. Á meðan Joseph bar töflurnar frá felustað í skóginum, réðust nokkrir menn á hann. Hann sló þá niður og hljóp heim til foreldra sinna.

Joseph Smith—Saga 1:60; Heilagir, 1:38, 40–41

Joseph Smith kemur heim með gultöflurnar og leyfir fjölskyldu sinni að snerta töflurnar.

Þegar Joseph kom heim með töflurnar hjálpaði systir hans honum að setja þær á borðið. Moróní hafði sagt Joseph að leyfa engum að sjá töflurnar, en fjölskylda hans gat fundið fyrir töflunum meðan þær voru vafðar inn í dúk.

Heilagir, 1:41

Emma og Joseph flytja í nýtt hús.

Guð vildi að Joseph þýddi gulltöflurnar svo fólk gæti lesið þær. En fólk í New York hélt áfram að reyna að stela töflunum. Joseph varð að halda áfram að fela töflurnar til að vernda þær. Joseph og Emma fluttu því á heimili sem var nálægt foreldrum Emmu. Þau vonuðust til þess að geta þýtt töflurnar í friði.

Joseph Smith – Saga 1:61–62; Heilagir, 1:43, 45–46

Joseph Smith kyssir Emmu á ennið. Hún er að hjálpa honum að þýða af gulltöflunum.

Joseph hóf að þýða töflurnar. Hann notaði sérstök verkfæri sem Guð hafði búið honum til hjálpar. Er Joseph þýddi, skrifaði Emma það sem hann sagði. Klukkustund eftir klukkustund unnu þau saman. Emma varð undrandi. Hún vissi að eiginmaður hennar væri að þýða með krafti Guðs.

Joseph Smith—Saga 1:35; Heilagir, 1:49