„Tilgangur Kenna að hætti frelsarans,“ Kenna að hætti frelsarans: Fyrir alla sem kenna á heimilinu og í kirkjunni (2022)
„Tilgangur Kenna að hætti frelsarans,“ Kenna að hætti frelsarans
Tilgangur Kenna að hætti frelsarans
Þær reglur sem fjallað er um í þessu riti, geta hjálpað öllum trúarkennurum að kenna að hætti frelsarans. Það á við um foreldra, hirðisþjóna, trúarskólakennara yngri og eldri bekkja og hvern þann sem kirkjukallanir veita tækifæri til að kenna.
Þið getið kynnt ykkur þessa heimild á eigin spýtur eða notað hana til að leiða umræður við aðra um það hvernig verða má betri kennari. Þetta rit mætti til dæmis nota á fjölskyldukvöldum, forsætisráðsfundum, deildar- eða stikuráðsfundum, þjónustufundum yngri og eldri bekkja trúarskólans og kennararáðsfundum (sjá „Fyrir leiðtoga – Aðstoða kennara við að ná árangri“).
Uppbygging ritsins
Hluti 1 leggur áherslu á mikilvægi þess að einblína á Jesú Krist, hvenær sem við kennum reglur fagnaðarerindis hans. Þessi hluti lýsir því hvað við kennum.
Hluti 2 leggur áherslu á reglur kristilegrar kennslu. Þessi hluti lýsir því hvernig við kennum.
Hluti 3 veitir hagnýtar ábendingar til að hjálpa kennurum að tileinka sér reglur kristilegrar kennslu.