Trúarskóli eldri og yngri deildar
Fyrir leiðtoga – Aðstoða kennara við að ná árangri


„Fyrir leiðtoga – Aðstoða kennara við að ná árangri,“ Kenna að hætti frelsarans: Fyrir alla sem kenna á heimilinu og í kirkjunni (2022)

„Fyrir leiðtoga – Aðstoða kennara við að ná árangri.“ Kenna að hætti frelsarans

Ljósmynd
Sunnudagaskólabekkur

Fyrir leiðtoga – Aðstoða kennara við að ná árangri

Persónuleg samskipti

Oftast er best að mæta einstökum þörfum kennara í gegnum persónuleg samskipti. Til dæmis gætuð þið, sem leiðtogar, átt stutt samtal við kennara fyrir eða eftir kennslustund, til að ræða reglur Kenna að hætti frelsarans. Þið gætuð undirbúið þetta samtal með því að fylgjast með kennslu kennarans. Leitist við að skilja styrkleika kennarans og uppgötvar leiðir sem þið getið veitt stuðning.

Það að byggja á styrkleika kennarans er jafn mikilvægt og að bera kennsl á tækifæri til bóta. Það er hjálplegt að hefja samtalið við kennara með að biðja þá að hugleiða sjálfir hvað gengur vel og hvar þeim finnst að betur mætti fara.

Þegar þið hittið kennara, hugsið upp aðferðir til að styrkja þá og hvetja með góðvild og þakklæti fyrir þjónustu þeirra.

Kennararáðsfundir

Hver deild ætti að halda kennararáðsfundi ársfjórðungslega, þar sem kennararnir geta ráðgast saman um reglur kristilegrar kennslu. Kennararáðsfundi má einnig halda fyrir foreldra (sjá General Handbook: Serving in The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints, 13.5, ChurchofJesusChrist.org).

Hvenær ætti að halda þessa fundi?

Kennararáðsfundir eru haldnir í 50 mínútna kennslustund á sunnudegi.

  • Kennarar prestdæmis, Líknarfélags og Stúlknafélags geta komið á fund, hvort heldur á fyrsta eða þriðja sunnudegi, eins og staðarleiðtogar ákveða.

  • Kennarar sunnudagaskólans geta komið saman á fund, hvort heldur á öðrum eða fjórða sunnudegi, eins og staðarleiðtogar ákveða.

  • Kennarar Barnafélagsins geta komið saman á hvaða sunnudegi sem er, eins og forsætisráð Barnafélags og sunnudagaskóla ákveða. Ef þess er óskað, þá geta Barnafélagskennarar hist aðskilið öðrum kennurum er þeir ræða um sérstakar kennsluþarfir barna. Þetta má vera á 20 mínútna söngstundinni á undan eða eftir venjulegum sunnudagsfundum, eða á öðrum degi vikunnar. Halda má fleiri en einn kennararáðsfund ársfjórðungslega fyrir kennara Barnafélags svo það þeir missi ekki allir af kennslustundum Barnafélagsins í sömu viku. (Athugið: Forsætisráð Barnafélags skipuleggur afleysingarkennslu að þörf, sameinar bekki eða gerir aðrar nauðsynlegar ráðstafanir til að leyfa Barnafélagskennurum að mæta á kennararáðsfundi.)

  • Kennararáðsfundir fyrir foreldra á hafa hvaða sunnudag sem er, eins og deildarráð ákveður.

Hver ætti að mæta?

Allir sem kenna sveitum eða bekkjum í deildum ættu að mæta, ásamt að minnsta kosti einum leiðtoga prestdæmis eða félags með ábyrgð á þessum sveitum eða bekkjum. Ef nauðsyn krefur má skipta þátttakendum í hópa eftir þörfum þeirra sem þeir kenna. Til dæmis gætu kennarar ungmenna eða barna haft hag af því að hittast aðskilið öðru hverju til að ræða málefni sem tengjast sérstaklega ungmennum eða börnum.

Hvað varðar kennararáðsfundi fyrir foreldra þá ákveður deildarráðið hvort bjóða eigi ákveðnum foreldrum eða að hafa mætingu opna fyrir þá sem vilja taka þátt.

Hver leiðir þessa fundi?

Deildarráðið, með aðstoð frá forsætisráði sunnudagaskólans er með umsjón yfir kennararáðsfundum. Þeir ráðgast saman um þarfir kennara og nemenda, byggt á því sem þeir hafa orðið vitni að í kennslustundum og á fundum. Þeir vinna saman við að ákveða hvaða reglur og málefni úr Kenna að hætti frelsarans henti best þeim þörfum sem þeir hafa borið kennsl á.

Vanalega leiðir forseti sunnudagaskólans kennararáðsfundi. Hins vegar gæti öðrum deildarmeðlimum verið úthlutað því verkefni að leiða fundi öðru hvoru. Forsætisráð sveita og félaga leggja áherslu við kennara sína, á þær reglur og málefni sem rædd eru á þessum fundi.

Hvað ætti að fara fram á kennararáðsfundi?

Kennararáðsfundir ættu að fylgja eftirfarandi áætlun:

  • Miðla og ráðgast saman. Bjóðið kennurum að miðla nýlegri reynslu í kennslunni, spyrja spurninga sem tengjast kennslu og miðla hugmyndum varðandi að sigrast á áskorunum. Þessi hluti fundarins ætti að fela í sér yfirlit á reglum sem ræddar voru á síðustu fundum.

  • Læra saman. Bjóðið kennurum að ræða eina af eftirfarandi reglum sem kynntar eru hér í þessari handbók: Einblínið á Krist, elskið þá sem þið kennið, kennið með andanum, kennið kenningarnar og stuðlið að kostgæfni í námi. Það má ræða reglurnar í hvaða röð sem er og án þess að deildarráðið hafi tekið annað fram, geta þátttakendur fundarins valið næstu reglu sem rædd er. Þið getið varið meira en einum fundi í að ræða ákveðna reglu ef þörf krefst.

  • Áætla og bjóða. Hjálpið kennurum að áætla hvernig þeir muni beita reglunni sem þeir hafa rætt. Þið getið einnig æft saman hæfni sem þið hafið rætt, eins og við á. Bjóðið þeim að skrá og framkvæma eftir hvaða hvatningu sem þeir hljóta um það hvernig beita skuli reglu í kennslu þeirra – þar með talið í átaki þeirra að kenna á heimilum þeirra. Hvetjið þá að byrja að læra næstu reglu sem ræða á.

Kennararáðsfundir ættu að fara eftir reglunum sem ræddar eru, eins mikið og hægt er.

Ljósmynd
faðmandi stúlkur

Kennararáðsfundir geta hjálpað kennurum að skilja betur og tileinka sér reglur og aðferðir kristilegrar kennslu.

Leiðsögn fyrir nýkallaða kennara

Sem kennarar hafið þið ábyrgð á að „koma saman með nýkölluðum kennurum“ í félagi ykkar og „hjálpa þeim að búa sig undir köllun sína“ (General Handbook, 17.3, ChurchofJesusChrist.org). Þessir fundir eru tækifæri til að kynna nýja kennara fyrir helgri köllun sinni og innblása þá með sýn á það hvað það þýðir að kenna að hætti frelsarans. Sem leiðtogar getið þið hjálpað nýjum kennurum að þjóna með að gera eftirfarandi:

  • Tjá trú ykkar á að frelsarinn muni hjálpa þeim í köllun þeirra (sjá Kenning og sáttmálar 88:78).

  • Gefa nýjum kennurum eintak af þessari handbók og hvetja þá til að leita leiða til að beita reglum hennar í kennslu þeirra.

  • Miðla nýjum kennurum hverju því sem gæti verið gagnlegt fyrir þá að vita um félag ykkar.

  • Segja kennurum hvaða stofu þeir muni kenna í og hvaða lexíu þeir byrji á, eins og þörf krefur. Veita allar þær upplýsingar þeim þeir þurfa um bekk þeirra og meðlimi bekkjarins.

  • Útskýra fyrir nýjum kennurum að þið getið hjálpað þeim með köllun þeirra. Bjóða stuðning i kennslustundinni og aðgang að kennslugögnum ef þörf krefur.

  • Bjóðast til að fylgjast með kennslu öðru hvoru og veita endurgjöf eins og andinn hvetur til.

  • Bjóða kennurum að taka þátt í kennararáðsfundum ársfjórðungslega.

Prenta