„Fyrir alla sem kenna á heimilinu og í kirkjunni,“ Kenna að hætti frelsarans (2022)
Yfirlit kristilegrar kennslu
Teaching in the Savior’s Way | Overview | Dieter F. Uchtdorf
Eftirfarandi tafla er yfirlit yfir þær reglur sem kenndar eru í þessu riti.
Einblínið á Krist
Kennið um Jesú Krist, hvert sem kennsluefnið er
-
Leggið áherslu á fordæmi Jesú Krists.
-
Kennið um nöfn, hlutverk og eiginleika Jesú Krists.
-
Leitið að táknum sem bera vitni um Jesú Krist.
Hjálpið nemendum að koma til Jesú Krists
-
Hjálpið nemendum að bera kennsl á elsku Drottins, kraft og miskunn í lífi sínu.
-
Hjálpið nemendum að styrkja samband sitt við himneskan föður og Jesú Krist.
-
Hjálpið nemendum að stefna ákveðið að því að verða líkari Jesú Kristi.
Reglur kristilegrar kennslu
Elskið þau sem þið kennið
-
Sjáið nemendurna eins og Guð sér þá.
-
Leitist við að þekkja þá – skilja aðstæður þeirra, þarfir og styrkleika.
-
Biðjið fyrir þeim með nafni.
-
Skapið öruggt umhverfi þar sem allir fá virðingu og vita að framlag þeirra er metið að verðleikum.
-
Finnið viðeigandi leiðir til að tjá kærleika ykkar.
Kennið með andanum
-
Undirbúið ykkur andlega.
-
Verið ávallt reiðubúin að fylgja andlegri hvatningu eftir, hvað varðar þarfir nemenda.
-
Skapið aðstæður og tækifæri fyrir nemendur að læra af heilögum anda.
-
Hjálpið nemendum að leita, bera kennsl á og framkvæma samkvæmt persónulegri opinberun.
-
Gefið vitnisburð ykkar oft og bjóðið nemendum að miðla tilfinningum sínum, reynslu og vitnisburði.
Kennið kenninguna
-
Lærið kenningu Jesú Krists sjálf.
-
Kennið frá ritningunum og orðum síðari daga spámanna.
-
Hjálpið nemendum að leita, bera kennsl á og skilja sannleika í ritningunum.
-
Leggið áherslu á sannleika sem leiðir til trúarumbreytingar og að byggja upp trú á Jesú Krist.
-
Hjálpið nemendum að finna persónulega tengingu í kenningu Jesú Krists.
Stuðlið að kostgæfni í námi
-
Hjálpið nemendum að taka ábyrgð á eigin námi.
-
Hvetjið nemendur að kynnast frelsaranum með daglegu trúarnámi.
-
Bjóðið nemendum að búa sig undir að læra.
-
Hvetjið nemendur til að miðla þeim sannleika sem þeir eru að læra.
-
Bjóðið nemendum að lifa eftir því sem þeir læra.