2022
Baksviðsdrama
Júlí/Ágúst 2022


Skrifað af ykkur

Baksviðsdrama

girl seeing kids talking by stage

Yngri bróðir minn er dálítill kjáni með mikið ímyndunarafl og lætur sér annt um aðra. Hann er einn minn mesti aðdáandi er ég leik á sviði. Hann hefur líka nokkrar sérþarfir. Hann er afar smávaxinn eftir aldri og á erfitt með lestur, skrift, talmál og stundum að skilja aðra. Hann er líka heyrnarlaus.

Dag nokkurn á leiklistaræfingu, gekk ég upp stigann til að komast á sviðið. Ég heyrði einhvern segja eitthvað slæmt um krakka með fötlun. Allir tóku að grínast og hlægja yfir því.

Ég vissi að ætlunin var ekki að særa mig, en ég varð virkilega sár og flýtti mér að finna mér stað til að fela mig. Þar sem ég sat í felustað mínum, settist einhver fullorðinn hjá mér og tók að ræða við mig um leikritið. Mér tók að líða betur.

Þegar ég fór heim sagði ég mömmu frá því sem hafði gerst. Hún sagði í lagi að fara í burtu frá einhverju sem særði mig og tala við einhvern fullorðinn um líðan mína.

Stundum skilur fólk ekki hvernig það er að vera með sérþarfir eða þekkja einhvern með sérþarfir. Ég vill vera fordæmi um elsku og umhyggju.

Myndskreyting eftir Kristin Sorra