Brautryðjendur í öllum löndum
Hin langa leit Michaels
Michael velti fyrir sér hvaða kirkja væri sönn.
Michael slengdi bakpokanum upp á öxlina. Þetta var fyrsti skóladagurinn og hann hlakkaði til! Hann og fjölskylda hans bjuggu í Indlandi. Mörg börn í borginni hans áttu ekki kost á skólagöngu. Michael var þakklátur fyrir að eiga kost á að læra.
Honum fannst skemmtilegt að læra – einkum stærðfræði. Honum fannst líka gaman að lesa tímarit. Hann fletti litríkum síðunum. Hann las um hin mismunandi dýr og staði í heiminum.
Dag einn las Michael öðruvísi tímarit. Það var frá Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Michael naut þess að lesa það. Hann vildi læra meira.
Michael hafði áður farið í aðrar kirkjur. Hann naut þess að læra um Jesú. Hann varð þó stundum ráðvilltur. Hvaða kirkja væri hin sanna kirkja?
Hann las síðar bækling um spámanninn Joseph Smith. Hann skynjaði eitthvað sérstakt við lesturinn. Joseph Smith hafði líka farið í mismunandi kirkjur til að leita sannleikans. Ef til vill er ég eins og Joseph, hugsaði Michael.
Michael vildi fara í þessa nýju kirkju til að sjá hvernig hún væri. Það voru þó engar kirkjubyggingar Síðari daga heilagra í Indlandi. Michael varð vonsvikinn. Hann hélt áfram að læra allt sem hann gat. Hann las Mormónsbókina og baðst fyrir. Hann vissi að hún væri sönn! Hann vildi skírast. Hann yrði þó að sýna biðlund.
Mörg ár liðu. Þegar Michael varð 21 árs komu eldri trúboðshjón til Indlands. Michael gat loks látið skírast! Að því kom að hann gat sjálfur þjónaði í trúboði í Utah, Bandaríkjunum.
Fleiri ár liðu. Dag einn hringdi vinur í hann. Kirkjan var að leita að fólki til að hjálpa við þýðingu aðalráðstefnu fyrir fólkið í Indlandi. Michael var óöruggur í fyrstu. Hann var þó glaður að geta hjálpað.
Eitt síðdegi í október var Michael að þýða ræðu eftir Nelson forseta á aðalráðstefnu. Hann heyrði spámanninn tilkynna að byggja ætti musteri í Indlandi! Michael langaði að hrópa af gleði. Hann grét sælutárum.
Michael var þakklátur fyrir allt það sem hann hafði lært í skóla. Hann var þó þakklátastur fyrir að hafa lært um fagnaðarerindi Jesú Krists. Hann gladdist líka yfir því að fleira fólk í landi hans gæti líka lært um hann.