Nýr skóli, nýr vinur
Hvernig átti Ada að eignast vini þegar hún kunni ekki að tala kínversku?
„Ég er hrædd,“ sagði Ada. Þetta var fyrsti dagurinn hennar í skólanum í Tævan. Hún kunni þó ekki að tala kínversku eins og hinir nemendurnir. Hvernig gat hún eignast vini? Við hvern gæti hún leikið sér í frímínútum?
Mamma faðmaði Ödu þétt að sér. „Það er í lagi að vera hrædd.“
Ada gretti sig. Ég veit ekki hvernig að eignast á vini hér.“
Mamma faðmaði hana aftur að sér. „Ef þú verður kvíðin, geturðu hugsað um Barnafélagslag. „Gæti það hjálpað?“
Ada jáknaði. Hún gekk síðan með mömmu sinni að skólastofunni. Kennarinn beið hennar þar. „Ni hao!“ sagði kennarinn. Ada kreisti fram bros. Hún skildi ekki merkingu þessara orða.
Ada kvaddi mömmu. Hún fann sér síðan borð og settist við það.
Hún virti fyrir sér hin börnin. Sum þeirra töluðu saman. Önnur sáu hljóð eins og Ada. Ada var óörugg. Henni fannst sem býflugur væru að að suða í magnum hennar.
Ada kom þá auga á kjökrandi stúlku. Ada vildi hjálpa henni. Hvernig gat hún þó hjálpað þar sem hún talaði ekki kínversku? Hvað ef stúlkan vildi ekki hjálp hennar?
Ada gerði þá það sem mamma hennar sagði. Hún hugsaði um orð eftirlætis Barnafélagslagsins síns: „Elskum hver annan sem elskaði hann.“ Ada vissi að heilagur andi væri að biðja hana að hjálpa.
Ada settist við hlið stúlkunnar. Hún vafði handleggnum utan um hana. Hún klappaði henni síðan á bakið, eins og mamma hennar gerði þegar henni leið illa Stúlkan hætti að kjökra. Hún faðmaði Ödu líka að sér.
Ada benti á sig sjálfa. „Ada.“
Stúlkan benti líka á sig sjálfa. „Mei,“ sagði hún.
Ada brosti. Hún sat við hlið Mei það sem eftir var dags. Þótt þær töluðu ekki sama tungumál, áttu þær góðar stundir saman. Þær borðuðu nestið saman. Þær léku sér saman í frímínútum. Mei hjálpaði Ödu meira að segja að læra nokkur orð í kínversku!
Ada gat vart beðið þess að segja mömmu frá nýja vininum sínum. Hún vissi að ef hún fylgdi Jesú, þyrfti hún ekki að óttast neitt.