Ljúfasta markmiðið
David hlakkaði afar mikið til þess að fara einhvern daginn í Dúbæ musterið.
David kreisti lím ofan á sykurmola. Hann setti hann síðan vandlega á sinn stað.
„Vá!“ sagði mamma hans. „Sykurmolamusterið þitt er augnayndi.“
„Takk!“ sagði David. „Þetta er Dúbæ musterið. Ég get vart beðið þess að hið raunverulega verði tilbúið.“
David hafði verið spenntur alveg frá því að Nelson forseti tilkynnti um hið nýja musteri í landinu þar sem David átti heima. Í Sameinuðu furstadæmunum eru einhverjar hæstu byggingar í heimi. Þar var þó ekki musteri – ekki ennþá. Þetta yrði fyrsta musterið í öllum Miðausturlöndum.
David festi síðasta sykurmolann á musterið. „Komið,“ sagði hann. „búið og gert.“
Mamma hans beygði sig niður til að sjá það betur. „Vel gert! Hvar eigum við að setja það?“
hugsaði David. „Hvað með herbergið mitt? Við hliðina á lestunum mínum.“ David hafði unun af lestum. Hann vildi verða lestarverkfræðingur einhvern daginn.
„Góð hugmynd,“ sagði mamma hans.
David hélt tryggilega á sykurmolamusterinu inn í herbergið sitt. Hann setti það varlega við hlið lestanna sinna. Hann hlakkaði til þess að sýna það systrum sínum og pabba.
Daginn eftir kom Ana, frænka Davids, í heimsókn. Þau ræddu um það sem hann hlakkaði mest til. Honum varð þá hugsað um nokkuð.
„Viltu vita hvers ég hlakka mest til?“spurði David.
„Auðvitað!“ sagði Ana frænka.
„Kirkjan sem fjölskyldan mín fer í er að byggja musteri í Dúbæ!“
Ana frænka brosti. „Það hljómar sem eitthvað merkilegt.“
„Það er það!“ sagði David. „Akkúrat núna er ekkert musteri kirkjunnar í nálægð, svo við förum í musterið í Sviss eða Þýskalandi. Ég er glaður yfir því að það verður eitt nær okkur. Ég hef sett mér markmið um að fara þangað.“
„En spennandi!“ sagði Ana frænka. „Hvað gerir þú til að búa þig undir það?“
„Ég biðst fyrir og les ritningarnar,“ sagði David. „Ég reyni líka að fylgja Jesú Kristi. Þá verð ég tilbúinn til að fara í musterið!“
„Það er dásamlegt,“ sagði Ana frænka. „Ég er viss um að þú leggur hart að þér til að ná þessu markmiði.“
„Ég mun gera það!“ jánkaði David glaður. Honum leið vel með að miðla einhverju sem honum fannst svo mikilvægt.
Um kvöldið spurði David hvort hann mætti færa sykurmolamusterið sitt í eldhúsið.
„Ég vill hafa það þar sem ég get séð það öllum stundum. Ég vill að það minni mig á að undirbúa mig fyrir musterið.“
„Það er góð hugmynd,“ sagði pabbi. „Ég held að það hjálpi mér líka að sjá musterið þitt á hverjum degi.“
Pabbi hjálpaði David að færa sykurmolamusterið fram í eldhúsið.
„Lítur vel út,“ sagði Kaitlynn, systir Davids.
„Get ég boðið vinum mínum að sjá hið raunverulega Dúbæ musteri þegar byggingu þess er lokið? spurði David.
Mamma jánkaði. „Það er frábær hugmynd!“
Líka Önu frænku?“
„Auðvitað,“ sagði pabbi.
David brosti. Hann var þegar svo þakklátur fyrir Dúbæ musterið!