Sögur úr ritningunum
Elía og hin hljóða, kyrrláta rödd
Elía var spámaður. Hann langaði að heyra rödd Guðs. Hann fór upp á fjall til að heyra betur rödd Guðs.
Það varð sterkur vindur. Hann varð svo sterkur að hann braut kletta. Vindurinn var hávær. Það var þó ekki rödd Guðs.
Þessu næst kom jarðskjálfti. Jörðin skalf. Það kom líka eldur. Logarnir urðu miklir. Rödd Guðs var þó ekki í jarðskjálftanum og eldinum.
Það varð síðan þögn. Elía heyrði rödd Guðs. Hún var hljóð og kyrrlát. Hún var þó skýr.
Ég get heyrt rödd Guðs með því að hlusta á heilagan anda. Hann talar til mín á hljóðan og einfaldan hátt.