Hjálpa eins og Jesús
Jesús mettaði hina hungruðu
Dag einn kenndi Jesús Kristur yfir fimm þúsund manns. Þegar dró að kvöldi vildu lærisveinarnir senda fólkið heim til að matast. Jesús vildi ekki að það færi. Hann vildi metta það. Hann hafði þó aðeins fimm brauðhleifi og tvo fiska.
Jesús blessaði matinn. Lærisveinarnir færðu hann síðan fólkinu. Allir urðu mettir. Þetta var kraftaverk!
Drengjahópur í Utah í Bandaríkjunum skipulagði sokkasöfnun til að hjálpa góðgerðarsamtökum á staðnum sem þjónaði heimilislausu fólki. Þeir fóru út með dreifibréf. Nokkrum dögum síðar söfnuðu þeir saman sokkum og peningum til að kaupa fleiri sokka. Þeim tókst að gefa 750 sokkapör.