Kveðja frá Kambódíu!
Verið í för með Margo og Paolo er þau ferðast um heiminn, til að læra um börn himnesks föður.
Kambódía er land í Suðaustur-Asíu. Þar búa yfir 15 milljón manns.
Hnökralaus sigling
Fólk notar báta sem eru kallaðir sampans til að ferðast á ám og vötnum.
Vinir af annarri trú
Yfir 90 prósent íbúa Kambódíu aðhyllast trúarbrögð sem kölluð eru búddatrú. Búddamunkar klæðast appelsínugulum kufli til að sýna trú sína.
Eitt opinbert tungumál
Þetta er nafn kirkjunnar á Khmer, opinberu tungumáli Kambódíu.
Aðstoð við uppskeru
Hrísgrjón er megin fæða Kambódíu. Þessi stúlka hjálpar við hrísgrjónauppskeru á blautum akri sem kallaður er paddy.
Fyrsta musterið
Tilkynnt var um fyrsta musterið í Kambódíu í október 2018. Kirkjumeðlimir þar voru afar glaðir!