Kom, fylg mér – Verkefni
Fyrir heimiliskvöld, ritningarnám eða bara til ánægju!
Daníel og ljónagryfjan
Fyrir Daníel 1–6
Frásögn: Spámaðurinn Daníel baðst fyrir dag hvern. Slæmir menn göbbuðu konunginn til að setja slæm lög. Hverjum þeim sem bæði til Guðs yrði varpað í ljónagryfju! Daníel baðst samt fyrir. Honum var varpað í ljónagryfjuna en Guð sendi engil til að vernda hann. (Sjá Daníel 6.)
Söngur: „Guðspjöllin gjarnan les ég“ (Barnasöngbókin, 72)
Verkefni: Klippið út puttabrúðurnar á síðu 17 og segið söguna um Daníel og ljónagryfjuna. Hvers vegna er gott að biðjast fyrir?
Jesús reis upp
Fyrir Hósea 1–6; 10–14; Jóel
Saga: Hósea var spámaður. Hann kenndi að Jesús Kristur myndi deyja og verða reistur upp. Það gerði okkur mögulegt að lifa aftur. (Sjá Hósea 13:14.)
Söngur: „Reis Jesús upp?“ (Barnasöngbókin, 45)
Verkefni: Vegna upprisu Jesú Krists, munum við öll einhvern daginn lifa aftur. Finnið mynd af skyldmennum sem eru látin. Segið sögur um þau.
Hvað sagði spámaðurinn?
Saga: Spámaðurinn Amos kenndi: „Því að Drottinn Guð gerir ekkert án þess að opinbera fyrirætlun sína fyrir þjónum sínum, spámönnunum“ (Amos 3:7). Það merkir að Jesús Kristur talar til spámanna sinna á okkar tíma.
Söngur: „Vorn spámann vér þökkum þér, Drottinn“ (Sálmar, nr. 7)
Verkefni: Lesið það sem spámaðurinn sagði á ráðstefnu á síðu 2. Hvað sagði hann við okkur? Teiknið mynd sem sýnir það sem hann kenndi.
Jónas og stóri fiskurinn
Saga: Drottinn kallaði Jónas til að kenna fólkinu í Níníve. Jónas var þó hræddur. Hann flúði í burtu. Stór fiskur gleypti hann! Eftir þrjá daga spýtti fiskurinn honum út. Jónas iðraðist og kenndi fólkinu. (Sjá Jónas 1–4.)
Söngur: „Fylgið spámanninum“ (Barnasöngbókin, 58, vers 7)
Verkefni: Farið út og finnið steina, lauf eða greinar. Notið þetta til að búa til mynd af Jónasi og stóra fisknum!