2022
Kom, fylg mér – Verkefni
Nóvember 2022


Kom, fylg mérVerkefni

Fyrir heimiliskvöld, ritningarnám eða bara til ánægju!

Daníel og ljónagryfjan

Spot illustrations.  1. Finger puppets from the biblical story of Daniel and the Lion's Den. Daniel, a couple of lions and an angel.  2. Photo of President Nelson at a pulpit.  3. Simple framed Old family photos. 4. Illustration of rock art of Daniel and whale.

Fyrir Daníel 1–6

Frásögn: Spámaðurinn Daníel baðst fyrir dag hvern. Slæmir menn göbbuðu konunginn til að setja slæm lög. Hverjum þeim sem bæði til Guðs yrði varpað í ljónagryfju! Daníel baðst samt fyrir. Honum var varpað í ljónagryfjuna en Guð sendi engil til að vernda hann. (Sjá Daníel 6.)

Söngur: „Guðspjöllin gjarnan les ég“ (Barnasöngbókin, 72)

Verkefni: Klippið út puttabrúðurnar á síðu 17 og segið söguna um Daníel og ljónagryfjuna. Hvers vegna er gott að biðjast fyrir?

Jesús reis upp

Spot illustrations.  1. Finger puppets from the biblical story of Daniel and the Lion's Den. Daniel, a couple of lions and an angel.  2. Photo of President Nelson at a pulpit.  3. Simple framed Old family photos. 4. Illustration of rock art of Daniel and whale.

Fyrir Hósea 1–6; 10–14; Jóel

Saga: Hósea var spámaður. Hann kenndi að Jesús Kristur myndi deyja og verða reistur upp. Það gerði okkur mögulegt að lifa aftur. (Sjá Hósea 13:14.)

Söngur: „Reis Jesús upp?“ (Barnasöngbókin, 45)

Verkefni: Vegna upprisu Jesú Krists, munum við öll einhvern daginn lifa aftur. Finnið mynd af skyldmennum sem eru látin. Segið sögur um þau.

Hvað sagði spámaðurinn?

Spot illustrations.  1. Finger puppets from the biblical story of Daniel and the Lion's Den. Daniel, a couple of lions and an angel.  2. Photo of President Nelson at a pulpit.  3. Simple framed Old family photos. 4. Illustration of rock art of Daniel and whale.

Fyrir Amos; Óbadía

Saga: Spámaðurinn Amos kenndi: „Því að Drottinn Guð gerir ekkert án þess að opinbera fyrirætlun sína fyrir þjónum sínum, spámönnunum“ (Amos 3:7). Það merkir að Jesús Kristur talar til spámanna sinna á okkar tíma.

Söngur: „Vorn spámann vér þökkum þér, Drottinn“ (Sálmar, nr. 7)

Verkefni: Lesið það sem spámaðurinn sagði á ráðstefnu á síðu 2. Hvað sagði hann við okkur? Teiknið mynd sem sýnir það sem hann kenndi.

Jónas og stóri fiskurinn

Spot illustrations.  1. Finger puppets from the biblical story of Daniel and the Lion's Den. Daniel, a couple of lions and an angel.  2. Photo of President Nelson at a pulpit.  3. Simple framed Old family photos. 4. Illustration of rock art of Daniel and whale.

Fyrir Jónas; Míka

Saga: Drottinn kallaði Jónas til að kenna fólkinu í Níníve. Jónas var þó hræddur. Hann flúði í burtu. Stór fiskur gleypti hann! Eftir þrjá daga spýtti fiskurinn honum út. Jónas iðraðist og kenndi fólkinu. (Sjá Jónas 1–4.)

Söngur: „Fylgið spámanninum“ (Barnasöngbókin, 58, vers 7)

Verkefni: Farið út og finnið steina, lauf eða greinar. Notið þetta til að búa til mynd af Jónasi og stóra fisknum!

Myndskreyting Katy Dockrill