Hjálparhendur um allan heim
Kynnist Carmen frá Líbanon
Kynnist Barnafélagsbörnum sem hjálpa öðrum eins og Jesús gerði.
Allt um Carmen
Aldur: 8 ára
Frá: Syríu en býr nú í Líbanon
Tungumál: Arabíska, enska
Markmið og draumar: 1) Fara í musterið. 2) Verða listamaður. 3) Þjóna í trúboði.
Fjölskylda: Carmen á tvær eldri systur og eldri bróður.
Hjálpandi hendur Carmen
Carmen og mamma hennar búa í Líbanon, en bjuggu áður í Sýrlandi. Nágrannar þeirra eru líka frá Sýrlandi. Í desember síðastliðnum vildi Carmen gera eitthvað fallegt fyrir þau. Á hverjum degi fram að jólum keypti Carmen eitt lítilræði í búðinni. Hún setti það allt í kassa. Eftir 25 daga var kassinn orðinn fullur. Á jóladegi fór Carmen með kassann til nágranna sinna. Þau voru svo þakklát! Carmen sagði þjónustu sína hafa hjálpað sér að muna eftir þjónustu Jesú Krists. „Þegar við sýnum öðrum elsku,“ segir Carmen, „þá finnum við fyrir elsku Guðs.“
Það sem Carmen heldur mest upp á
Staður: Ströndin
Saga um Jesú: Þegar Jesús gekk á vatninu
Tillaga að söng: „Himnafaðir elskar mig“ (Barnasöngbókin, 16)
Matur: Núðlur, rjómaís
Litur: Ljósfjólublár
Fag í skóla: Vísindi