2022
Ráðstefnupunktar
Nóvember 2022


„Ráðstefnupunktar,“ Barnavinur, ágúst 2022, 5.

Ráðstefnupunktar

Allir geta þjónað

Dallin H. Oaks

Oaks forseti sagði sögu um mann að nafni herra Gabriel, sem hjálpaði þúsundum flóttabarna. Hann skapaði „tréskóla,“ þar sem börn komu saman til kennslu í skugga trjáa. Þegar hann sá þörfina hjálpaði hann! Guð hvetur marga, eins og herra Gabriel, til að gera gott.

Þetta kennir mér:

Að miðla Mormónsbók

Ronald A. Rasband

Öldungur Rasband sagði frá því hvernig spámaðurinn gaf eintak af Mormónsbók til konungs í Gana. Nelson forseti og konungurinn lásu saman um Jesú Krist í 3. Nefí 11. Konungur sagði bókina vera dýrmætari demöntum eða rúbínum, vegna þess að hún kenndi honum meira um Jesú.

Þetta kennir mér:

Jesús er svarið

öldungur Ryan K. Olsen

Öldungur Olsen talaði um frænda sinn Nash. Þeir voru að vinna saman þegar Nash kom með frábæra hugmynd til að leysa vandamál. Öldungur Olsen spurði Nash hvernig hann hefði orðið svona snjall. Nash svaraði: „Jesús.“ Jesús Kristur er svarið við öllum vandamálum okkar.

Þetta kennir mér:

Gleraugu til að sjá

Systir Tracy Y. Browning

Systir Browning sagði sig þurfa gleraugu til að hjálpa sér að sjá. Á hverjum morgni nær hún fyrst af öllu í gleraugun. Hún talaði um hvernig hún þarfnast Jesú Krists á hverjum degi á sama hátt og hún þarfnast gleraugna sinna. Frelsarinn lofar að leiða og leiðbeina okkur þegar við gefum honum tíma okkar.

Þetta kennir mér: