2022
Felipe finnur réttu leiðina
Nóvember 2022


Brautryðjendur í öllum löndum

Felipe finnur réttu leiðina

„Vinsamlega hjálpaðu okkur að finna réttu leiðina,“ bað Felipe.

Spread illustration of Felipe (age 10) and his mom walking through a jungle, late in the day. Felipe is pointing to palm trees above the jungle in the distance. The jungle scene continues across the whole spread.  Seven spot illustrations: 1. Map of Philippines 2. A tarsier, an animal found in the Philippines 3. An Latter-Day Saint temple illustration 4. Felipe and his wife on their wedding day. Just the figures from waist-up, no background needed 5. Felipe as he holds up a fish that he has caught 6. Simple family chart showing Felipe and his wife, four children (2 boys, 2 girls), and 10 grandchildren (5 boys, 5 girls).  7. Felipe at about age 19 as a missionary.

Felipe vissi að það var orðið seint. Fuglarnir voru hættir að tísta og kryppurnar höfðu hátt. Hann og móðir hans höfðu gengið í skóginum í meira en tvær klukkustundir. Hver leið sem þau fóru var eins og sú síðasta. Þau voru algjörlega villt.

Felipe var að verða mjög hræddur. Hversu lengi gætu þau lifað af í þessum frumskógi? Hann var jú bara tíu ára. Hann var ekki nógu gamall til að reka burtu snáka eða villisvín! Hvaða aðrar ógnvekjandi verur gætu líka verið á ferð eftir sólsetur? Hann fékk hroll upp bakið við við tilhugsunina.

Vertu hugrakkur, sagði hann við sjálfan sig. Hann vissi að hann yrði að vera það.

Felipe vildi að pabbi hans væri þarna. Hann hafði þó dáið fyrir sex mánuðum. Án hans voru hlutirnir erfiðir fyrir Felipe og mömmu hans. Þeim vantaði peninga og mat.

Felipe vonaði að þau gætu fljótlega komist að húsi systur hans hinum megin við fjallið. Hún gæti gefið þeim peninga til að kaupa hrísgrjón.

Hann fór með bæn í hjarta sínu. „Faðir á himnum, viltu hjálpa okkur að finna réttu leiðina. Gerðu það.

Hjá honum vaknaði þá hugsun: Gættu að kókoshnetutrjánum. Felipe leit upp. Þar í fjarska var lundur af kókoshnetutrjám. Hann sá þau hátt fyrir ofan allt annað í frumskóginum. Pálmalauf trjánna blöktu í golunni. Í fyrsta skipti í marga klukkutíma fann Felipe von.

„Sjáðu!“ Hann benti á trén.

Móðir hans skildi. Kókoshnetutré þýddu að þorp væri nálægt. Guð hafði bænheyrt Felipe. Felipe tók í hönd móður sinnar. Saman gengu þau í öruggt skjól er sólin skein í gegnum trén.

Felipe mundi alltaf hvernig Guð hafði bænheyrt hann. Stundum óskaði hann þess að hann gæti heyrt rödd Guðs betur eins og hann gerði þetta kvöld í frumskóginum.

Svo gerðist það einn dag, átta árum síðar, að Felipe hitti trúboða. Þeir voru frá Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Þeir kenndu honum um lifandi spámenn, sem töluðu orð Guðs. Þetta var einmitt það sem Felipe hafði vonast eftir!

Felipe var spenntur að ganga í kirkjuna. Hann varð einn af fyrstu trúboðunum frá Filippseyjum til að miðla fagnaðarerindinu þar. Enn á ný hafði Guð sýnt Felipe hvert hann ætti að fara – og Felipe vissi að Guð myndi alltaf gera það.

Á Filippseyjum eru meira en 7.600 eyjar!

Í landinu er að finna 70% af plöntu- og dýrategundum heimsins.

Bráðum verða átta musteri á Filippseyjum.

Felipe og eiginkona hans söfnuðu pening í eitt ár, svo þau gætu ferðast í musterið til að innsiglast.

Felipe elskar að veiða.

Felipe og eiginkona hans, Cora, eiga 4 börn og 10 barnabörn.

story PDF

Myndskreyting: Jomike Teijido