Sögur úr ritningunum
Bjargað úr eldinum
Sadrak, Mesak og Abed-Negó voru góðir vinir. Þeir hjálpuðu hver öðrum að velja rétt.
Einn dag sagði konungurinn öllum að tilbiðja gulllíkneski. Ef þeir gerðu það ekki, myndi hann láta varpa þeim í eld.
Allir aðrir tilbáðu líkneskið, en vinirnir þrír báðu aðeins til Guðs.
Konungurinn varð reiður. Hann lét varpa Sadrak, Mesak og Abed-Negó í eldinn.
Eldurinn skaðaði þá þó ekki! Himnesk vera stóð hjá þeim og varðveitti þá.
Ég get valið rétt, jafnvel þegar það er erfitt. Jesús mun hjálpa mér og vera með mér!