Kveðja frá Líbanon!
Sláist í för með Margo og Paolo er þau ferðast um heiminn, til að læra um börn himnesks föður.
Líbanon er í Mið-Austurlöndum. Um 7 milljón manns búa þar.
Hafnarborgir
Öll vesturlandamæri Líbanons snúa að Miðjarðarhafinu. Þessar stúlkur eru á ströndinni í höfuðborginni, Beirút.
Opinbert tungumál
Þetta er Kenning og sáttmálar á arabísku, sem er opinbert tungumál Líbanons.
Tabbouleh
Þetta salat er búið til úr steinselju, tómötum, myntu, lauk og bulgur (korntegund).
Sedrusviður
Í Líbanon voru eitt sinn mörg sedrustré. Sedrusviður Líbanons er nefndur oftar en sjötíu sinnum í Biblíunni! Á fána Líbanons á okkar tíma er sedrustré.
Tvenns konar trúarbrögð
Íslamstrú og kristni eru megin trúarbrögð í Líbanon. Þessi moska múslima stendur við hlið kirkju kristinna.