Barnavinur
Hvernig ég skírðist
Skírn og staðfesting


„Hvernig ég skírðist,“ Barnavinur, ágúst 2023, 12–13.

Hvernig ég skírðist

alt text

Hæ! Ég heiti Aranoarii. Ég bý á Tahítí. Ég er 11 ára og segi stoltur að ég er meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Hvernig fréttir þú af kirkjunni?

alt text
alt text

Nokkrir vinir buðu fjölskyldu minni á kirkjuviðburð. Okkur var líka boðið í skírn hjá barni. Ég spurði mömmu mína hvort ég mætti hitta trúboðana, því ég vildi gjarnan læra meira um Jesú Krist.

Hvernig var það að hitta trúboðana?

alt text

Trúboðarnir voru afar indælir! Ég var alltaf spenntur að fá lexíur hjá þeim um Jesú Krists og fagnaðarerindi hans. Mér líkaði vel við sögurnar sem þeir sögðu mér og leikina sem við fórum í til að hjálpa mér að læra.

Hvernig var skírnin ykkar?

alt text

Pabbi minn skírði mömmu og mig á 11. afmælisdeginum mínum. Ég var mjög glaður! Við buðum mörgu fólki sem okkur er kært. Bekkjarfélagar mínir og kennari komu til að sýna mér stuðning.

Þegar ég kom upp úr vatninu, var ég að springa af gleði. Ég brosti alveg út að eyrum! Ég var svo glaður að hafa getað fylgt fordæmi Jesú Krists.

Hvernig var að fara í Barnafélagið í fyrsta sinn?

alt text

Í byrjun, var ég svo taugaóstyrkur að ég var alveg við það að gráta. En síðan fór ég á Barnafélagsviðburð. Ég kynntist öllum og eignaðist vini.

Ef þið eruð ný, þá er mitt ráð það að fara í Barnafélagsbekkinn ykkar, jafnvel þótt þið séuð hrædd í fyrstu. Við elskum það að sjá ný andlit!

Hvernig fylgið þið Jesú?

alt text

Ég biðst fyrir og sæki kirkju alla sunnudaga. Ég tala við fjölskyldu mína um fagnaðarerindi Jesú Krists.

Ég reyni að fylgjast með hvort einhver þurfi á hjálp að halda. Heima, hjálpa ég mömmu við húsverkin. Ég hjálpa pabba við garðyrkju, höggva tré og að smíða. Fyrir nokkrum mánuðum var hæfileikakeppni í deildinni okkar. Ég er tónlistarmaður og spilaði á trommur allt kvöldið!

alt text here

Ljósmyndir: Stéphane Sayeb