„Jesús vísaði okkur veginn,“ Barnavinur, ágúst 2023, 4–5.
Jesús vísaði okkur veginn
Jesús Kristur er sonur himnesks föður. Hann kom til jarðar til að sýna okkur hvernig við getum snúið aftur til himnesks föður einn daginn. Jesús lét skírast. Hann kenndi að við ættum að skírast líka.
Jesús sýndi okkur hvernig ætti að lifa. Hann elskaði og hjálpaði öllum. Hann vill að við fylgjum sér.
Jesús fann allan sársauka okkar og þjáðist fyrir syndir okkar. Síðan dó hann fyrir okkur. Þetta er kallað friðþæging Jesú Krists. Hann var reistur upp frá dauðum. Það þýðir að hann lifir í dag! Sökum Jesú, munum við einnig lifa aftur eftir að við deyjum.
Jesús gerði allt þetta fyrir okkur, því hann elskar okkur. Vegna hans, getum við einn daginn lifað í himnaríki með fjölskyldum okkar.
Við getum fylgt Jesú með því að láta skírast. Við getum líka fylgt honum á hverjum degi er við elskum og hjálpum öðrum og höldum boðorð hans.