Barnavinur
Glitrandi hálsmenið
Skírn og staðfesting


„Glitrandi hálsmenið,“ Barnavinur, ágúst 2023, 42–43.

Glitrandi hálsmenið

Carolina vildi bara vera með hálsmenið örlítið lengur.

Þessi saga gerðist í Argentínu.

Ljósmynd
alt text

Carolina valhoppaði um garðinn. Vinkona hennar, Isabella, var úti.

Isabella veifaði. „Komdu að leika!“

Carolina fór í gegnum garðinn að húsi Isabellu.

Isabella teygði sig í vasann. „Mig langar að sýna þér svolítið,“ sagði hún. Svo tók hún úr vasanum allra fallegasta hálsmen sem Carolina hafði nokkurn tímann séð! Litlu gimsteinarnir voru svo glitrandi og bjartir.

„Mamá á það,“ sagði Isabella. „Hún sagði að ég mætti leika með það í dag. Skoðaðu það í sólinni.“

Isabella hélt hálsmeninu upp í birtuna. Hundruð regnboga endurvörpuðust af gimsteinunum. Þetta var svo fallegt!

„Förum í feluleik!“ sagði Isabella.

„Allt í lagi,“ sagði Carolina. „Ég get hjálpað til við að passa upp á hálsmenið.“

„Takk fyrir!“ Isabella rétti Carolinu hálsmenið og Carolina setti það í vasann.

Bráðlega var tími kominn til fyrir Carolinu að fara heim. Þegar þær kvöddust, spurði Isabella ekki um hálsmenið. Hún hlaut að hafa gleymt því. Og Carolina minnti hana ekki á það.

Carolinu leið svolítið illa fyrir að taka hálsmenið heim. En hún vildi bara vera með það örlítið lengur. Hún hunsaði slæmu tilfinninguna og setti hálsmenið undir koddann.

Daginn eftir var laugardagur. Carolina gerði heimilisstörfin sín og fór út að leika. Hún gleymdi algjörlega hálsmeninu.

„Carolina!“ kallaði Papá. „Komdu aðeins hingað.“

Carolina hljóp inn. „Já?“

Papá hélt á hálsmeninu. „Mamá fann þetta undir koddanum þínum. Hver á það?“

„Isabella á það.“ Tárin byrjuðu að flæða í augum Carolinu. „Ég var að passa upp á það í vasanum þegar við lékum okkur í gær. En ég ákvað svo að taka það með heim.“

Mamá settist með Carolinu á sófann. „Takk fyrir að segja satt. Hvað heldur þú að þú ættir að gera núna?“

Carolina var þögul. Hún hugsaði um Jesú. Hann myndi vilja að hún væri heiðarleg og gefa hálsmenið til baka.

„Ég ætti að gefa Isabellu það aftur og biðja hana fyrirgefningar,“ sagði Carolina. Um leið og hún sagði það hvarf slæma tilfinningin. Hún fann hlýju hið innra.

Carolina fór heim til Isabellu.

„Hæ,“ sagði Carolina. Hún rétti Isabellu hálsmenið. „Fyrirgefðu að ég skilaði því ekki. Viltu fyrirgefa mér?“

„Já,“ svaraði Isabella. „Takk fyrir að skila því.“ Svo brosti hún. „Viltu koma aftur í feluleik?“

„Já! Þú telur fyrst – ég fel mig!“

Um kvöldið fór Carolina með bæn. „Kæri himneski faðir, viltu fyrirgefa mér fyrir að hafa ekki skilað hálsmeninu. Og takk fyrir að hjálpa mér að laga það.“

Carolina fann aftur hlýjuna. Hún var glöð yfir því að geta gert það sem Jesús myndi vilja að hún gerði.

Ljósmynd
alt text
Ljósmynd
alt text here

Myndskreyting: Sue Teodoro

Prenta