Barnavinur
Í raun aldrei einn
Skírn og staðfesting


„Í raun aldrei einn,“ Barnavinur, ágúst 2023, 22–23.

Í raun aldrei einn

Hvað ef Ethan myndi slasast aftur, þegar enginn væri til staðar til að hjálpa?

Þessi saga gerðist í Bandaríkjunum.

Ljósmynd
alt text

Ethan hreyfði fæturna fram og aftur á rólunni. Hann fór hærra og hærra. Vindurinn lét honum líða eins og hann væri fljúgandi!

En þá hringdi bjallan. Ethan andvarpaði. Hann vildi ekki að frímínúturnar væru búnar.

Krakkarnir fóru í röð til að fara aftur inn. Ethan lét hægjast á rólunni. Þá steig hann af rólunni til að fara aftur í bekkinn.

En þegar fótur Ethans steig niður, fann hann nístandi sársauka í fætinum. Hann féll á jörðina. Hann reyndi að standa upp en honum leið eins og kviknað væri í fætinum á sér. Það var svo vont!

„Hjálp!“ hrópaði Ethan. Tárin flæddu niður kinnar hans. Krakkar og kennarar hlupu honum til hjálpar.

„Hvað er að?“ spurði kennari.

„Ég er fótbrotinn!“

Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Ethan hafði brotið bein. Þetta var ekki einu sinni annað eða þriðja skiptið! Ethan var með beinstökkva, sjúkdóm sem veldur því að beinin hans brotna auðveldlega. Litlir hlutir, eins og að stíga af gangstéttarbrúninni eða að rekast í einhvern, gæti jafnvel valdið beinbroti.

„Við hringjum í foreldra þína svo þeir geti haft samband við lækni fyrir þig,“ sagði kennarinn. „Allt verður í lagi.“

Ethan var feginn því að fólk væri til staðar til að hjálpa honum. Fótur hans var enn mjög kvalinn en hann vissi að hann yrði öruggur.

Mamma og pabbi komu í skólann og fóru með Ethan til læknis. Hann fékk bláar gifsumbúðir fyrir fótinn og fór heim til að hvíla sig.

Ethan varði miklum tíma í rúminu sökum fótbrotsins. Hann átti margar bækur til að lesa. Stundum komu vinir hans í heimsókn til að leika við hann. Þrátt fyrir það leiddist honum.

Eina nóttina vaknaði Ethan og gat ekki sofnað aftur. Hann reyndi að slappa af en gat ekki hætt að hafa áhyggjur. Hvað ef ég brýt bein og enginn er til staðar, til dæmir um miðja nótt? hugsaði Ethan. Hjarta hans sló ört. Hann var hræddur.

„Pabbi!“ hrópaði Ethan.

Pabbi hljóp yfir í herbergið hans Ethans. „Hvað er að?“

„Ég er hræddur,“ sagði Ethan. „Hvað ef ég brýt bein og enginn er til staðar til að hjálpa mér?“

Pabbi settist við hliðina á honum á rúmið. „Það er ógnvekjandi tilhugsun,“ sagði hann. „Jafnvel þegar við reynum að vera varkár og örugg, geta slæmir hlutir enn gerst. En sama hvað, þá vakir himneskur faðir yfir þér.“

„Þýðir það að hann er alltaf hjá mér?“ spurði Ethan.

„Nákvæmlega.“ Pabbi faðmaði Ethan varlega.

Ethan hugsaði um það hversu fljótt pabbi hafði komið að hjálpa honum. Hann vissi að pabbi elskaði hann og vildi alltaf hjálpa honum. Kannski var himneskur faðir þannig líka.

Næsta dag las Ethan ritningarvers í tímaritinu Barnavinur. Í því stóð: „Verið þess vegna vonglaðir og óttist ei, því að ég, Drottinn, er með yður og mun standa með yður.“*

Ethan fann ró og öryggi þegar hann las ritningarversið, alveg eins og þegar hann talaði við pabba. Hann vissi að það var heilagur andi sem huggaði hann. Það var eins og hann væri að faðma pabba aftur.

Ég á örugglega eftir að brjóta fleiri bein, hugsaði Ethan, en ég þarf ekki að vera hræddur. Hann vissi að hann yrði í raun aldrei einn.

Ljósmynd
alt text
Ljósmynd
alt text here

Myndskreyting: Simini Blocker

Prenta