„Fylgja Jesú í sameiningu,“ Barnavinur, ágúst 2023, 49.
Fylgja Jesú í sameiningu
Ég kaus að ganga nýjan veg og fylgja Jesú Kristi þegar ég skírðist. Skírnin mín var einföld en tilfinningarík og mér fannst ég eins og nýr. Ég vil þjóna í fastatrúboði.
Happiness D., 9 ára, Accra, Gana
Síðan ég skírðist, reyni ég að fylgja Jesú með því að vera góður við litlu systur mína. Ég hjálpa með því að ýta kerrunni hennar. Þegar ég er góður, þá er ég glaður og ég veit að það gerir Jesú líka glaðan.
Simon P., 9 ára, Massachusetts, Bandaríkjunum
Ég fylgi Jesú með því að biðja, sýna öðrum kærleika og hafa trú.
Yoreli T., 6 ára, Zumpango, Mexíkó
Á jóladag afhentu faðir minn og ég heimilislausum mat. Það var skemmtilegt! Að fylgja Jesú gerir mig hamingjusama.
Akari F., 9 ára, Chiba, Japan
Ég fylgi Jesú með því að lesa ritningarnar og fylgja boðorðum hans.
Luke W., 9 ára, Wyoming, Bandaríkjunum
Ég fylgi Jesú með því að elska fjölskyldu mína og vera lítill aðstoðarmaður fyrir mömmu.
Chloe D., 4 ára, Höfuðborgarsvæðinu, Filippseyjum
Hvenær sem ég biðst fyrir, les ritningarnar eða geri góðverk, þá finn ég til gleði. Það er eins og faðmlag frá einhverjum sem ég ann. Ég veit að það er heilagur andi.
Caileen D., 6 ára, Höfuðborgarsvæðinu, Filippseyjum
Ég finn fyrir heilögum anda þegar ég geng í gegnum erfiða tíma. Hann lætur mér líða betur.
Hunter O., 11 ára, Norður-Karolínu, Bandaríkjunum
Ég finn fyrir heilögum anda þegar ég róa hugann og vel rétt. Þegar ég hlusta á mömmu og pabba, finn ég fyrir nálægð heilags anda.
Oliver B., 10 ára, Washington, Bandaríkjunum
Heilagur andi er hlýr og styrkjandi. Heilagur andi er til staðar þegar við þurfum á honum að halda, sem gerir hann svo sérstakan.
Aisea A., 9 ára, Central Division, Fídjíeyjum
Heilagur andi veitir mér hamingju, gleði og styrk.
Hailey G., 7 ára, Santa Cruz, Bólivíu
Þegar ég skírðist var mér kalt í vatninu. Þegar ég var búin, var mér hlýtt og mér fannst ég hrein. Með því að skírast steig ég stórt skref til Krists og himnesks föður.
Malayla S., 8 ára, Yukon, Kanada