„Heyra í heilögum anda,“ Barnavinur, ágúst 2023, 21.
Heyra í heilögum anda
Síðasta sumar fór fjölskylda mín í göngu. Slóðinn leiddi okkur að læk. Eldri systir mín, yngri bróðir minn og ég tókum af okkur skóna og gengum ofan í lækinn.
Þegar yfirborð lækjarins var komið yfir hnén á mér, stoppuðum við. Við sáum hóp eldri krakka að leika sér á dýpri stað álengdar. Systir mín brosti og sagði: „Við ættum að fara dýpra!“
En rödd í höfði mínu sagði mér að halda mig til hlés með litla bróður mínum. Ég vissi að það var heilagur andi. Ég sagði systur minni að hún mætti fara og skoða en að ég og litli bróðir minn yrðum áfram þarna.
Þegar systir mín kom til baka, sagði hún að vatnið hafi verið mjög úfið og erfitt að ganga í því. Þegar hún sagði þetta, vissi ég að ég hefði tekið rétta ákvörðun um að vera í örygginu með litla bróður mínum.