2023
Almennar reglur, sérstakir valkostir
Mars 2023


„Almennar reglur, sérstakir valkostir,“ Til styrktar ungmennum, mars 2023.

Almennar reglur, sérstakir valkostir

Hvernig tileinkið þið ykkur almennar reglur í sérstökum aðstæðum lífs ykkar?

Ljósmynd
stúlka undir stækkunargleri

Myndskreyting: Josh Talbot

Hér eru þrjár tilvitnanir frá þremur mismunandi spámönnum. Gætið að því hvort þið getið fundið í þeim álíka þema:

Ó, verið vitrir. Hvað meira get ég sagt?“

„Ekki er mér mögulegt að benda á allt, sem getur leitt yður í synd.“

„Ég kenni þeim réttar reglur og þeir stjórna sér sjálfir.“

Svo virðist sem spámenn gefi okkur reglur fagnaðarerindis Drottins og láti okkur svo eftir að lifa eftir þeim. Þeir gefa okkur ekki hvert smáatriði. Hvernig tökum við þá kenningar þeirra og lifum eftir þeim?

Hvernig lifið þið eftir kenningum spámannanna?

Spámenn gefa okkur boðorð frá Drottni. Þeir kenna okkur líka reglur og leiðbeiningar sem hjálpa okkur að lifa eftir eilífum sannleika og boðorðum – til dæmis í leiðarvísinum Til styrktar æskunni.

Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu velta þó stundum fyrir sér smáatriðunum – þeim sérstöku hlutum sem við ættum að gera til að lifa sem best eftir reglum og boðorðum fagnaðarerindisins. Sem dæmi, þá gæti fólk velt því fyrir sér nákvæmlega hvaða tegund af fatnaði sýnir rétta virðingu fyrir eigin líkama. Eða þeir gætu velt því fyrir sér hvað þeir ættu að gera nákvæmlega á hvíldardegi til að halda hann heilagan.

Almennar reglur geta verið notaðar á sinn sérstaka mismunandi hátt af mismunandi fólki, en við getum leitað leiðsagnar Drottins í einstaka vali okkar til að komast nær Guði.

Gagnlegt mynstur

Russell M. Nelson forseti útskýrði eitt sinn hvernig hann nálgaðist valkosti um að halda hvíldardaginn heilagan:

„Mér lærðist í ritningunum að breytni mín og viðhorf á hvíldardegi væri teikn á milli mín og himnesks föður. Þegar mér bættist sá skilningur, þá þurfti ég ekki lista yfir það sem á að gera og ekki gera. Þegar ég þurfti að taka ákvörðun um hvort eitthvað væri viðeigandi eða ekki á hvíldardegi, þá spurði ég einfaldlega sjálfan mig: „Hvaða teikn vil ég gefa Guði?“ Þessi spurning gerði mér kleift að greina glögglega á milli valkosta á hvíldardegi“ („aðalráðstefna, apríl 2015,“ á ensku: [Ensign eða Liahona, maí 2015, 130]).

Hvernig Nelson forseti nálgast þessa tilteknu spurningu, getur sýnt fram á almennt mynstur til að taka ákvarðanir um boðorð og leiðbeiningar. Hér er ein leið fyrir ykkur til að tjá það:

Þið getið fylgt þessu mynstri með hvaða boðorðum eða leiðbeiningum sem er – varðandi Vísdómsorðið, miðla og skemmtun, tónlist, kynferðislegan hreinleika og jafnvel tíund. Það krefst einhverjar vinnu, en það er þess virði.

Þegar þið kannið þessa hluti, getið þið lesið um það hvað ritningarnar og nútíma spámenn segja um þá, ígrundað þá og beðið til himnesks föður. Heilagur andi getur síðan hjálpað og hvatt ykkur til að taka góðar ákvarðanir.

Hvað með það sem aðrir velja?

Gætið að því að Nelson forseti sagði okkur ekki hvaða sérstöku ákvarðanir hann tók varðandi hvíldardaginn. Hann sýndi okkur hvernig við gætum tekið okkar eigin ákvarðanir. Þið gætuð tekið margar sömu ákvarðanir sem hann gerði. Aðalatriðið er þó að reyna að nálgast himneskan föður og Jesú Krist með vali okkar.

Ef þið takið eftir einhverjum öðrum í kirkjunni sem gerir ekki allt nákvæmlega eins og þið gerið, þurfið þið ekki að hafa áhyggjur af því að leiðrétta hann eða hana. Líkt og Reyna I. Aburto, fyrrverandi annar ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, sagði eitt sinn: „Fylgjum vegi frelsarans og aukum umhyggju okkar, drögum úr tilhneigingu okkar til að dæma og hættum að vera eftirlitsmenn andlegrar heilsu annarra“ (aðalráðstefna, október 2019, á ensku: [Ensign eða Liahona, nóv. 2019, 58]).

Þið getið tileinkað ykkur réttar reglur sem spámenn kenna. Þið getið bent öðrum á frelsarann, kærleika hans, samúð hans og boðorð hans. Þið getið lesið leiðarvísinn Til styrktar æskunni. Þið getið reynt að lifa trúföstu lífi sem lærisveinn Jesú Krists, verið góð fyrirmynd og miðlað andlegri reynslu ykkar.

Ef þið einbeitið ykkur að því að elska Guð og elska aðra, hljótið þið leiðsögn um að taka þær ákvarðanir sem hjálpa ykkur og öðrum að njóta hamingju.

Prenta