2023
Komið til hans
Mars 2023


„Komið til hans,“ Til styrktar ungmennum, mars 2023.

Orð á orð ofan

Komið til hans

Frelsarinn býður að leggja byrðar okkar á hann.

Ljósmynd
Jesús Kristur

Myndskreyting: Annie Henrie Nader

Komið til mín

Við getum komið til frelsarans með því að læra fagnaðarerindi hans, trúa á hann, iðrast, gera og halda sáttmála og fylgja fordæmi hans.

erfiðið … þunga hlaðin

Líkamleg áreynsla og líkamlegar byrðar geta sligað okkur, en það geta huglægar, tilfinningalegar og andlegar líka. Frelsarinn býður okkur frið sinn, sama hvers kyns byrðar við berum.

ok

Ok er tæki til að beisla saman tvö dýr, svo þau geti dregið farg saman eins og plóg eða vagn. Á okinu er yfirleitt viðarbjálki sem hvílir á baki hvors dýrs til að dreifa þunganum.

lærið

Við getum lært af Jesú Kristi með því að kanna kenningar hans og fordæmi – og með því að reyna að fylgja þeim.

hvíld

Hvíld frelsarans er friður hans, sem róar huga okkar og anda. Hann hjálpar okkur að sigrast á veraldlegum áhyggjum og gefur okkur andlegan styrk þegar okkur finnst við vera veik.

ljúft … létt

Að taka á sig ok frelsarans, þýðir að bindast honum með sáttmálum. Það þýðir að gefa honum hjarta sitt og helga sig verki hans. Þegar við gerum þetta verða byrðar okkar léttari, því hann er að hjálpa okkur.

Prenta