„Vinir mínir stunda fjárhættuspil. Ég veit að það er rangt. Hvernig get ég útskýrt það fyrir þeim?“ Til styrktar ungmennum, jan. 2023.
Kjarni málsins
Vinir mínir stunda fjárhættuspil. Ég veit að það er rangt. Hvernig get ég útskýrt það fyrir þeim?
Fjárhættuspil er að hætta peningunum sínum í happaleikjum eða veðja á niðurstöður hluta. „Kirkjan er andstæð fjárhættuspili í hvaða formi sem er og mælir gegn því. Í því felst veðmál íþróttaleikja og happdrætti sem njóta stuðnings stjórnvalda“ (General Handbook: Serving in The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints, 38.8.17, ChurchofJesusChrist.org).
Við forðumst fjárhættuspil af ýmsum ástæðum. Það er ekki aðeins sóun á tíma og peningum, heldur getur það líka eyðilagt líf fólks. Það getur orðið þráhyggja, jafnvel fíkn.
Fjárhættuspil kennir líka að þið getið fengið eitthvað fyrir ekkert. Það er hættuleg og röng hugmynd. Það er ólíklegt og óáreiðanlegt að vinna í fjárhættuspilum. Áunnin farsæld er mun ánægjulegri, áreiðanlegri og varanlegri.
Ef þú átt vini sem spila fjárhættuspil, geturðu reynt að hjálpa þeim. Þið getið sagt þeim – og, það sem er mikilvægara, sýnt þeim – að það eru betri leiðir til að verja tíma sínum og peningum. Þið getið sýnt þeim að lífið er betra þegar þið leggið ekki peningana ykkar og velferð í hættu með vana sem veldur óstöðugleika og kallar eymd yfir svo marga.