„Hvernig get ég hjálpað þeim vinum mínum sem ekki eru virkir í kirkjunni að styrkja vitnisburð sinn?“ Til styrktar ungmennum, mars 2023.
Spurningar og svör
„Hvernig get ég hjálpað þeim vinum mínum sem ekki eru virkir í kirkjunni að styrkja vitnisburð sinn?
Vera öðrum blessun
„Þegar ég reyni að hjálpa vini að styrkja vitnisburð sinn, reyni ég að vera blessun og stuðningur í lífi hans. Ég reyni að vera fyrirmynd og sýna honum að fagnaðarerindi Krists getur styrkt vináttu hans og fjölskyldusambönd, ef hann leitast við að vera hlýðinn og réttlátur. Mér finnst gott að hjálpa honum að finnast hann elskaður.“
Selina O., 19, Bólivíu
Alltaf að bjóða
„Þið getið kennt vinum ykkar kærleika og miskunn Jesú Krists og hvernig hann getur hjálpað þeim. Bjóðið þeim að koma í kirkju og mæta í ungmennakennslu með ykkur. Þetta getur hjálpað þeim að þróa sterkan vitnisburð um Jesú Krist.“
Shara R., 12 ára, Kólumbíu
Fyrst og fremst vinur þeirra
„Ég reyni alltaf að hafa alla með og tryggja að vinir mínir viti að ég er að hugsa um þá. Ég veit að ég get verið þeim ljós, er ég viðheld vináttu okkar og kærleika. Ég get boðið vinum mínum á kirkjuviðburði, en ég er alltaf fyrst og fremst sannur vinur þeirra. Vitnisburður vina ykkar mun styrkjast þegar þeir sjá kærleiksríkt fordæmi ykkar og styðjandi vináttu.“
Mia D., 19, Flórída, Bandaríkjunum
Kristur mun hjálpa ykkur
„Það getur verið erfitt að eiga lítt virka vini, en mér finnst gaman að bjóða vinum mínum í skemmtilegt unglingastarf eða í kirkju þegar ég er að flytja ræðu. Ef þeir sýna áhuga, gef ég þeim Mormónsbók með vitnisburði mínum og auðkenndum versum sem hafa vakið áhuga minn. Munið að Kristur mun hjálpa ykkur í hvaða aðstæðum sem er.“
Elizabeth B., 15, Flórída, Bandaríkjunum
Sýnið bara góðvild
„Ég spurði trúarskólakennarann minn þessarar spurningar. Hann sagði: ,Sýndu bara góðvild, Jordan. Þú ert nú þegar að gera rétt.‘ Upphaflega hugsaði ég: ,Það er ekki nóg að sýna bara góðvild. Ég hugsaði síðan um vinkonu mína sem þurfti vináttu mína og fordæmi. Andinn hjálpaði mér að sýna góðvild og vita hvað ég ætti að segja. Hún vill nú láta skírast einhvern daginn!“
Jordan S., 17 ára, Utah, Bandaríkjunum