Þjónusta
Útdráttur
Sem fylgjendur Jesú Krists, leitumst við eftir að þjóna öðrum eins og hann myndi gera, því líf eiga eftir að breytast. …
Hvert sem ég fer, læri ég í þakklæti af þeim sem þjóna og elska, eins og frelsarinn myndi gera. …
Æðri og helgari þjónusta verður þegar við biðjum um „hreina ást Krists“ [sjá Moróní 7:47–48] og fylgjum andanum. …
… Á mörgum stöðum getum við veitt liðsinni, skilið aðra þar sem þeir eru staddir og byggt upp samband þegar við heimsækjum meðlimi reglulega á heimilum þeirra. Andrík boð breyta lífum. Þegar boð hjálpa okkur að gera og halda helga sáttmála, færumst við nær Drottni og hvert öðru. …
Innblásin hirðisþjónusta blessar fjölskyldur og einstaklinga, hún styrkir einnig deildir og greinar. …
Frelsari okkar er fullkomið fordæmi okkar. Vegna þess að hann er góður, getur hann farið um og gert gott. Hann blessar hinn eina og hina níutíu og níu. Hann er persónugerð hirðisþjónusta. …
Jesús Kristur þjónar. Englar þjóna. … Þegar við þjónum eins og hann myndi gera, verðum við vitni að kraftaverkum hans og blessunum. …
Hvar sem við erum, þá skulum við leggja okkur fram við að annast fólk eins og frelsarinn myndi gera, sérstaklega þau sem eru okkur forréttindi að elska og við fáum úthlutuð í hirðisþjónustu. Þegar við gerum svo, megum við þá nálgast hann og hvert annað, verða líkari honum og þeir fylgjendur Jesú Krists, sem hann vill að hvert okkar verði.