Jesús Kristur er líkn
Útdráttur
Hvert okkar ber óeiginlegan bakpoka. …
Í þessum óeiginlega bakpoka berum við byrðir þess að búa í föllnum heimi. Byrðir okkar eru eins og grjót í bakpokanum. …
Ég lýsi því yfir með gleði að jarðneskar byrðar okkar, þetta grjót í ímyndaða bakpokanum okkar, þurfa ekki að reynast þungar.
Jesús Kristur getur létt byrðar okkar.
Jesús Kristur getur lyft byrðum okkar.
Jesús Kristur sér okkur fyrir leið til að losna við þyngd syndar.
Jesús Kristur er okkar líkn. …
Hvers vegna heimtum við þá að bera grjótið okkar alein? …
Bræður og systur, ég get ekki gert þetta alein og ég þarf þess ekki og ég mun ekki gera það. …
Þeir sem gera sáttmála eru blessaðir með líkn frelsarans. …
Iðrun fyrir friðþægingu Jesús Krists, er það sem léttir af okkur syndabyrði grjótsins. …
Friðþæging Jesú Krists gerir okkur einnig mögulegt að meðtaka kraftinn til að fyrirgefa, sem gerir okkur kleift að losa okkur við þá þyngd sem við berum vegna illrar meðferðar annarra.
Hvernig léttir frelsarinn þá af okkur þeim byrðum að lifa í föllnum heimi með jarðneskan líkama sem er háður sorg og sársauka?
Hann veitir oft þess konar líkn í gegnum okkur! …
Sáttmálsblessun okkar er að taka höndum saman með Jesú Kristi við að veita öllum börnum Guðs líkn, bæði stundlega og andlega. …
Bræður og systur, Jesús Kristur er líkn. … Líknin sem hann býður er eilíf.