Hafið hugfast það sem mestu skiptir
Útdráttur
Í dag mun ég deila nokkrum hugsunum og hjartans tilfinningum um það sem skiptir mestu máli.
Fyrsta: Samband við himneskan föður og son hans, Drottin Jesú Krist, er mikilvægast. Þetta samband skiptir mestu máli nú og í eilífðinni.
Önnur: Fjölskyldusambönd eru meðal þess sem skiptir mestu máli. …
Mér er ljóst að sumir njóta ekki blessana náinnar fjölskyldu, svo ég tel stórfjölskylduna, vini og jafnvel deildarmeðlimi með sem „fjölskyldu.“ Þessi sambönd eru nauðsynleg fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði. …
Annað sem skiptir mestu máli, er að fylgja hvatningu andans í mikilvægustu samböndum okkar og í viðleitni okkar til að elska náungann eins og okkur sjálf, þar á meðal í einkaþjónustu okkar og opinberri þjónustu. …
Síðasta: Þessa pálmasunnudagshelgi, ber ég vitni um að það sem líka er meðal þess sem mestu máli skiptir, er að snúa til Drottins, bera vitni um hann og þjóna honum. …
Það nægir þó ekki einungis að eiga vitnisburð. Þegar trúarlegur viðsnúningur okkar til Jesú Krists verður meiri, verður okkur eðlislægt að vitna um hann – gæsku hans, kærleika og góðvild. …
Ég býð ykkur að gefa oftar vitnisburð ykkar um Jesú Krist. …
Þau sem finna fyrir einhverju vegna vitnisburðar ykkar, geta síðan beðið Drottin í bæn að staðfesta sannleika vitnisburðar ykkar. Þá geta þau vitað það fyrir sig sjálf.