Patríarkablessanir
Patríarkablessunin ykkar – innblásin leiðsögn frá himneskum föður
Patríarkablessunin mín var mér afar mikilvæg þegar ég var ungur af mörgum ástæðum. Í fyrsta lagi, hjálpaði patríarkablessunin mín mér, fyrir kraft heilags anda, að skilja mína sönnu eilífu sjálfsmynd – hver ég raunverulega væri og hver ég gæti orðið. … Ég vissi að himneskur faðir og frelsari minn þekktu og elskuðu mig og að þeir tækju persónulega þátt í lífi mínu. Þetta jók þrá mína til að komast nær þeim og efla trú mína og traust á þeim. …
Að vita hver ég raunverulega var, hjálpaði mér að skilja og þrá að gera það sem Guð vænti af mér.
Þetta leiddi mig til að læra um sáttmálana sem ég hafði gert og hinar fyrirheitnu blessanir í sáttmála Guðs við Abraham. Það veitti mér eilíft sjónarhorn sem hvatti mig til að halda sáttmála mína enn betur. …
Það var mér mikilvægt að hljóta patríarkablessunina meðan ég var enn ungur og meðan vitnisburður minn var enn að vaxa. …
… Að varðveita patríarkablessunina mína meðan ég var ungur, blessaði mig með hugrekki þegar ég var vanmáttugur, huggun þegar ég var óttasleginn, friði þegar ég var kvíðinn, von þegar ég var vonlaus og gleði þegar sál mín þarfnaðist hennar mest. Patríarkablessunin mín hjálpaði við að auka trú og traust á himneskum föður og frelsara mínum. Hún jók líka elsku mína til þeirra – og gerir það enn.
Hvenær skal meðtaka eigin patríarkablessun
Kæru piltar, stúlkur, foreldrar og biskupar, patríarkablessanir eru ekki einungis til undirbúnings fyrir trúboð. Verðugir skírðir meðlimir geta fengið patríarkablessun sína þegar tíminn er réttur fyrir þá. …
Bræður og systur, ég ber mitt vitni um að himneskur faðir og ástkær og eingetinn sonur hans, Drottinn Jesús Kristur, lifa. Þeir elska okkur. Patríarkablessanir eru helgar gjafir frá þeim. Þegar þið meðtakið blessun ykkar, munið þið gera ykkur grein fyrir því og skynja hve þeir elska ykkur og einblína á ykkur sem einstaklinga.