2023
Aðgangur að krafti Guðs fyrir tilstuðlan sáttmála
Maí 2023


Aðgangur að krafti Guðs fyrir tilstuðlan sáttmála

Útdráttur

veggfóður

Hala niður veggfóðri

Áður en jörðin var sköpuð, kom Guð sáttmálum á fót sem leið fyrir okkur, börn hans, til að geta sameinast honum. …

… Við gerum aðeins sáttmála þegar við höfum í hyggju að skuldbinda okkur sérstaklega til að uppfylla þá. Við verðum sáttmálsbörn Guðs og erfingjar ríkis hans, sérstaklega þegar við samsömum okkur algerlega sáttmálanum.

Hugtakið sáttmálsvegur vísar til nokkurra sáttmála sem færa okkur nær Kristi og tengja okkur við hann. Við höfum með þessum böndum sáttmála aðgengi að eilífum krafti hans. Vegurinn byrjar með trú á Jesú Krist og iðrun, á eftir koma skírn og meðtaka heilags anda. …

Sáttmálsvegurinn leiðir til helgiathafna musterisins, svo sem musterisgjafarinnar. Musterisgjöfin er gjöf Guðs á helgum sáttmálum sem tengja okkur honum enn frekar. …

Að halda sáttmála sem gerðir eru í skírnarfontum og í musterum veitir okkur einnig styrk til að standast raunir og sorgir jarðvistarinnar. …

Þegar þið gangið sáttmálsveginn, frá skírn til musteris og í gegnum lífið, lofa ég ykkur krafti til að fara á móti hinum náttúrlega, veraldlega straumi – krafti til að læra, krafti til að iðrast og vera helguð, og krafti til að finna von, huggun og jafnvel gleði er þið standið frammi fyrir áskorunum lífsins. Ég lofa ykkur og fjölskyldum ykkar vörn gegn áhrifum andstæðingsins, sérstaklega þegar þið gerið musterið að miðpunkti í lífi ykkar.