Þörf er á friðflytjendum
Útdráttur
Sem lærisveinar Jesú Krists, eigum við að vera fyrirmynd að samskiptum við aðra –einkum þegar við höfum ólíkar skoðanir. Ein einfaldasta leiðin til að bera kennsl á sannan fylgjanda Jesú Krists er að sjá hversu samúðarfull breytni fólks er við aðra. …
… sannir lærisveinar hans byggja upp, lyfta, uppörva og innblása – hversu erfiðar sem aðstæðurnar eru. Sannir lærisveinar Jesú Krists eru friðflytjendur. …
Friðþæging frelsarans gerði okkur mögulegt að sigrast á öllu illu – þar með talið sundrungu. …
Kæru bræður og systur, það skiptir miklu máli hvernig við komum fram við hvert annað! Það skiptir miklu máli hvernig við tölum við og um aðra á heimilinu, í kirkjunni, á vinnustaðnum og á netinu. Í dag bið ég okkur að hafa samskipti við aðra á æðri og helgari hátt. …
Kærleikur er mótefnið við deilum. Kærleikur er hin andlega gjöf sem hjálpar okkur að afklæðast hinum náttúrlega manni, sem er sjálfhverfur, varnarsinnaður, hrokafullur og afbrýðisamur. Kærleikur er helsta einkenni hins sanna fylgjenda Jesú Krists. Kærleikur er einkennandi fyrir friðflytjanda. …
… Ég býð ykkur að minnast Jesú Krists. Biðjið fyrir því að hafa hugrekki og visku til að mæla og breyta eins og hann myndi gera. Við verðum friðflytjendur Friðarhöfðingjans þegar við fylgjum honum. …
… Í dag býð ég ykkur að meta ykkur sem lærisvein í ljósi þess hvernig þið komið fram við aðra. Ég blessa ykkur, að þið megið gera allar þær breytingar sem gætu virst nauðsynlegar, svo að breytni ykkar sé göfug, lofsverð og til fyrirmyndar sönnum fylgjenda Jesú Krists.