2023
Vitið þið hvers vegna ég, sem kristinn, trúi á Krist?
Maí 2023


Vitið þið hvers vegna ég, sem kristinn, trúi á Krist?

Útdráttur

veggfóður

Hala niður veggfóðri

Kvöld eitt eftir vinnu, fyrir mörgum árum, fór ég inn í minn venjulega strætisvagn heim á leið til New Jersey frá New York-borg. Konan sem ég sat við hliðina á tók eftir því sem ég var að skrifa í tölvuna mína og spurði: „Trúir þú á … Krist?“ …

… Börn og ungmenni: Spyrjið foreldra ykkar eða leiðtoga seinna: „Hvers vegna þurfti Jesús að deyja? …

Ég upplýsti þennan nýja vin minn um að við hefðum anda, og auk þess líkama og að Guð sé faðir anda okkar. … Vegna þess að hann elskaði hana og öll börnin sín, gerði hann áætlun um að við hlytum líkama í mynd hins dýrðlega líkama hans, að við yrðum hluti af fjölskyldu, og snerum aftur í ástríka nærveru hans til að njóta eilífs lífs með fjölskyldum okkar, á sama hátt og hann gerir með sinni. Ég sagði samt að við myndum standa frammi fyrir tveimur megin hindrunum í þessum nauðsynlega fallna heimi: (1) líkamlegum dauða – aðskilnaði líkama okkar frá andanum. … Og (2) andlegum dauða – aðskilnaði okkar frá Guði vegna þess að syndir okkar, mistök og veikleikar sem dauðlegar verur, fjarlægja okkur frá heilagri nærveru hans. …

Ég bar vini mínum vitni, og ég ber ykkur vitni, um að Jesús Kristur er sá frelsari, að hann varð að þjást, deyja og rísa á ný – hin altæka friðþæging – til að endurleysa allt mannkyn frá líkamlegum dauða og til að gefa eilíft líf með Guði og fjölskyldum okkar öllum sem vilja fylgja honum. …

Þau skref sem Guð opinberaði að við verðum að stíga til að fylgja Jesú og meðtaka eilíft líf, kallast kenning Krists. Þau eru meðal annars“ „trú á Jesú Krist og friðþægingu hans, iðrun, skírn [í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu], meðtaka gjöf heilags anda og að standa stöðug allt til enda.“ [Boða fagnaðarerindi mitt (2019), 63].