Aðalráðstefna
Vitið þið hvers vegna ég, sem kristinn, trúi á Krist?
Aðalráðstefna apríl 2023


10:27

Vitið þið hvers vegna ég, sem kristinn, trúi á Krist?

Jesús Kristur þurfti að þjást, deyja og rísa aftur upp til að endurleysa alla menn frá líkamlegum dauða og veita þeim eilíft líf með Guði.

Kvöld eitt eftir vinnu, fyrir mörgum árum, fór ég inn í minn venjulega strætisvagn heim á leið til New Jersey frá New York-borg. Konan sem ég sat við hliðina á tók eftir því sem ég var að skrifa í tölvuna mína og spurði: „Trúir þú á … Krist?“ „Já, það geri ég,“ svaraði ég. Er við töluðum saman komst ég að því að hún var nýflutt á svæðið frá sínu fallega landi í Asíu, til að vinna í hinum samkeppnisríka upplýsingatækniheimi í New York.

Að sjálfsögðu spurði ég hana: „Veistu hvers vegna ég, sem kristinn, trúi á Krist?“ Hún svarað mér líka á hefðbundinn hátt og bauð mér að segja sér frá. Um leið og ég hóf mál mitt, upplifði ég augnablik þar sem margar hugsanir flæddu um huga minn. Þetta var í fyrsta sinn sem ég myndi útskýra hugtakið „hvers vegna“ í umræðu um kristni, fyrir einhverjum sem var mjög ókunnugur kristni og mjög vel gefinn. Ég gat ekki bara sagt: „Ég fylgi Jesú Kristi því hann fórnaði sér fúslega og dó fyrir syndir mínar.“ Hún gæti þá spurt „Þurfti Jesús að deyja? Gæti Guð ekki bara fyrirgefið okkur syndir okkar og hreinsað, ef við bæðum hann um það?“

Hvernig hefðuð þið svarað á nokkrum mínútum? Hvernig mynduð þið útskýra þetta fyrir vini? Börn og ungmenni: Spyrjið foreldra ykkar eða leiðtoga seinna: „Hvers vegna þurfti Jesús að deyja? Bræður og systur: Ég þarf að játa nokkuð, þrátt fyrir allt sem ég taldi mig vita um kenningar kirkjunnar, sögu, reglur og svo framvegis, þá kom svarið við þessari mikilvægu spurningu ekki svo auðveldlega. Þann dag, ákvað ég að horfa meira á það sem skiptir mestu máli fyrir eilíft líf.

Ég upplýsti þennan nýja vin minn um1 að við hefðum anda, og auk þess líkama og að Guð sé faðir anda okkar.2 Ég sagði henni að fyrir fæðingu okkar í þennan jarðneska heim dvöldum við hjá himneskum föður okkar.3 Vegna þess að hann elskaði hana og öll börnin sín, gerði hann áætlun um að við hlytum líkama í mynd hins dýrðlega líkama hans,4 að við yrðum hluti af fjölskyldu,5 og snerum aftur í ástríka nærveru hans til að njóta eilífs lífs með fjölskyldum okkar,6 á sama hátt og hann gerir með sinni.7 Ég sagði samt að við myndum standa frammi fyrir tveimur megin hindrunum í þessum nauðsynlega fallna heimi:8 (1) líkamlegum dauða – aðskilnaði líkama okkar frá andanum. Að sjálfsögðu vissi hún að við myndum öll deyja. Og (2) andlegum dauða – aðskilnaði okkar frá Guði vegna þess að syndir okkar, mistök og veikleikar sem dauðlegar verur, fjarlægja okkur frá heilagri nærveru hans.9 Hún gat líka tengt við þetta.

Ég upplýsti hana um að þetta væru áhrif af lögmáli réttlætis. Þetta eilífa lögmál krefst þess að eilíf refsing verði tekin út fyrir hverja synda okkar eða brot á lögmálum Guðs eða sannleika, ella gætum við aldrei snúið aftur til að dvelja í heilagri nærveru hans.10 Það myndi vera óréttmætt og Guð „getur ekki afneitað réttvísinni.“11 Hún skildi þetta en náði því auðveldlega að Guð er einnig miskunnsamur, ástríkur og fús að gera eilíft líf okkar að raunveruleika.12 Ég upplýsti vin minn um að við myndum einnig vera með slóttugan, valdamikinn andstæðing – uppsprettu ills og lyga – sem myndi vinna gegn okkur.13 Þar af leiðandi yrði einhver með óendanlegan guðlegan kraft til að sigrast á allri slíkri andstæðu og hindrunum, að koma okkur til bjargar.14

Ég miðlaði henni því næst gleðitíðindunum – … „[miklum fögnuði] … öllum lýðnum“15 – að „svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“16 Ég bar vini mínum vitni, og ég ber ykkur vitni, um að Jesús Kristur er sá frelsari, að hann varð að þjást, deyja og rísa á ný – hin altæka friðþæging – til að endurleysa allt mannkyn frá líkamlegum dauða17 og til að gefa eilíft líf með Guði og fjölskyldum okkar18, öllum sem vilja fylgja honum. Mormónsbók segir „þannig … vinnur [Guð] sigur á dauðanum og gefur syninum vald til að annast meðalgöngu fyrir mannanna börn … með hjartans miskunnsemi og gagntekinn samúð …hann hefur rofið helsi dauðans, tekið á sig misgjörðir þeirra og afbrot og þar með endurleyst þau og fullnægt kröfum réttvísinnar.“19

Þau skref sem Guð opinberaði að við verðum að stíga til að fylgja Jesú og meðtaka eilíft líf, kallast kenning Krists. Þau eru meðal annars“ „trú á Jesú Krist og friðþægingu hans, iðrun, skírn [í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu], meðtaka gjöf heilags anda og að standa stöðug allt til enda.“20 Ég deildi þessum skrefum með vini mínum, en hér eru nokkrar leiðir sem spámenn og postular hafa nýlega kennt okkur hvernig kenning Krists getur blessað öll börn Guðs.

Russell M. Nelson, forseti leiðbeindi: „Hin hreina kenning Krists er máttug. Hún breytir lífi allra þeirra sem skilja hana og reyna að lifa eftir henni.“21

Öldungur Dieter F. Uchtdorf kenndi: „[Leiðarvísirinn] Til styrktar ungmennum kunngerir djarflega kenningu Krists [og] býður ykkur [ungmennum] að taka ákvarðanir byggðar á [honum].“22

Öldungur Dale G. Renlund kenndi: „Við bjóðum trúboðum að gera það sem þeir biðja nemendur sína að gera: … að beita kenningu Krists í lífi sínu [og] fara á og halda sér á sáttmálsveginum.“23

Kenning Krists veitir þeim kraft sem eiga í baráttu eða finnst þeir ekki tilheyra í kirkjunni, því það hjálpar þeim, eins og öldungur D. Todd Christofferson hefur sagt: „Staðfest er: Jesús Kristur dó fyrir mig … [og] elskar mig.“24

Foreldrar, ef barn ykkar á í baráttu með reglur fagnaðarerindisins eða kennslu spámanna, vinsamlega forðist þá allt baktal25 eða aðgerðir gegn kirkjunni eða leiðtogum hennar. Þessi óæðri veraldlega nálgun er fyrir neðan ykkar virðingu og getur verið hættuleg langtíma trúfesti barns ykkar.26 Það segir margt gott um ykkur að þið viljið vernda dýrmætt barn ykkar og tala máli þess eða sýna samstöðu með honum eða henni. Hins vegar þekkjum við Jayne, eiginkona mín, af persónulegri reynslu að það að kenna ástkæru barni ykkar ástæður þess að við þörfnumst Jesú Krists afskaplega mikið og hvernig á að tileinka sér gleðilega kenningu hans, er það sem styrkir og læknar hann eða hana. Snúum þeim til Jesú, sem er hinn sanni málsvari þeirra hjá föðurnum. Jóhannes postuli kenndi: „Sérhver sem … [er] staðfastur í kenningu Krists … á bæði föðurinn og soninn.“ Hann hvetur okkur síðan að vera vakandi fyrir því „ef einhver kemur til ykkar og boðar aðra kenningu.“27

Ég og Jayne heimsóttum óbyggðirnar nýlega þar sem Móses hélt eirorminum uppi frammi fyrir villuráfandi börnum Ísraels. Drottinn hafði lofað að lækna alla sem væru bitnir af eitruðum snákum ef þeir myndu einfaldlega horfa á orminn.29 Með því að halda uppi kenningu Krists, er spámaður Drottins að gera það sama, „til að lækna þjóðirnar.“29 Hvert sem bitið eða eitrið er sem við upplifum í þessum jarðnesku óbyggðum, verum þá ekki eins og þeir, sem til forna og í dag, hefðu getað læknast en „þeir vildu ekki líta … [því] þeir trúðu því ekki, að það mundi gjöra þá heila.“30 Mormónsbók staðfestir: „Og sjá nú … Þetta er vegurinn, og enginn annar vegur er til og ekkert annað nafn gefið undir himninum, sem frelsað getur manninn í Guðs ríki. Og sjá nú. Þetta er kenning Krists.“31

Þetta kvöld í New Jersey, er ég miðlaði því hvers vegna við þörfnumst Jesú Krists og kenningu hans, gaf mér nýja systur og henni nýjan bróður. Við fundum hið friðsæla, staðfestandi vitni heilags anda. Að sjálfsögðu bauð ég henni að miðla tengiliðaupplýsingum hennar og halda samtalinu áfram með trúboðum okkar. Hún þáði það með þökkum.

„Hversu mikilvægt er það því ekki að kynna íbúum jarðar þetta,“ lýsir Mormónsbók yfir – að elska, miðla og bjóða32 er við söfnum Ísrael saman í öllum samfélögum okkar og fjölskyldum – „svo að þeim sé ljóst, að ekkert hold getur dvalið í návist Guðs nema fyrir verðleika, miskunn og náð [og kenningu] heilags Messíasar.“33 Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Ég hef valið að gefa ekki upp nafn vinar míns eða að nota tilbúið nafn.

  2. Sjá Rómverjabréfið 8:15–17; Hebreabréfið 12:9; Kenning og sáttmálar 88:15.

  3. Sjá Jeremía 1:4–5; Kenning og sáttmálar 138:55–56; HDP Abraham 3:22–23, 26; Leiðarvísir að ritningunum: „fortilvera,” scriptures.ChurchofJesusChrist.org; „Lexía 2: SáluhjálparáætluninBoða fagnaðarerindi mitt, (2019), 48.

  4. Sjá „Lexíu 2: Sáluhjálparáætlunin,“ Boða fagnaðarerindi mitt, 48.

  5. Hin fullkomna áætlun föðurins – kölluð hin mikla sæluáætlun, sáluhjálparáætlunin og endurlausnaráætlunin ásamt öðrum tilvitnunum – er skipulögð þannig að allir sem koma til jarðlífsins koma nauðsynlega inn í fjölskyldu og allir eru hluti af fjölskyldu. Að sjálfsögðu eru ekki allar fjölskylduaðstæður ákjósanlegar eða samkvæmt ástkærri sýn föður okkar fyrir öll hans börn og sumar aðstæður eru mjög sorglegar. Er við hins vegar lifum eftir kenningu Krists, þá hjálpar Jesús Kristur okkur að meðtaka allar þær blessanir sem faðirinn hefur fyrir börn sín, fyrir tilstuðlan miskunnsamrar og altækrar áætlunar hans. sjá einnig neðanmálsgrein 6.

  6. Eitt af stærstu loforðum Guðs til barna hans er einnig hin mest allra gjafa hans til okkar: Upphafning eða eilíft líf, sem er að búa eilíflega „í návist Guðs og halda áfram sem fjölskyldur“(Gospel Topics, „Eternal Life,” topics.ChurchofJesusChrist.org; sjá einnig Kenning og sáttmálar 14:7). „Fjölskyldur“ telja eiginmann, eiginkonu og börn ásamt lifandi og látnum áum sem meðtaka og lifa eftir kenningu Krists. Látnir ættingar í andaheiminum sem ekki gátu meðtekið kenningu Krists í þessu lífi geta gert svo í andaheiminum þar sem helgiathafnir svo sem skírn, meðtaka gjöf heilags anda og aðrar sem hjálpa okkur að „standa stöðug allt til enda“ eru framkvæmdar af staðgenglum, lifandi ættingjum, í musterum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Að auki er loforðið um eilíft líf ekki einungis fyrir þá sem eru giftir í þessu lífi. Russell Ballard forseti kenndi: „Ritningar og spámenn síðari daga [staðfesta] að allir sem halda sáttmála fagnaðarerindisins af trúmennsku fái tækifæri til upphafningar,“ (Von í Kristi,“ aðalráðstefna, apríl 2021; leturbreyting hér). Ballard forseti heldur áfram og vitnar í Russell M. Nelson, forseta og Dallin H. Oaks, forseta: „Ekki verið algjörlega opinberað hvenær og hvernig blessanir upphafningar eru veittar, en engu að síður eru þær vísar“ („Von í Kristi,“ 55; leturbreyting hér.). Russell M. Nelson forseti kenndi: „Á Drottins eigin hátt og tíma verður engum [blessunum] haldið frá hinum dyggu heilögu. Drottinn mun dæma og launa hverjum og einum bæði í samræmi við hjartans þrá þeirra og gerðir.“(„Himneskt hjónaband,“ aðalráðstefna, okt. 2008). Oaks forseti útskýrði: „Margt það mikilvægasta sem á skortir í þessu lífi verður leiðrétt í Þúsundáraríkinu, en þá verður lokið við öll hálf unnin verk tengd hinni miklu sæluáætlun fyrir öll verðug börn föður okkar á himnum.“(„The Great Plan of Happiness,” Ensign, Nov. 1993, 75). sjá einnig neðanmálsgrein 5.

  7. Sjá Leiðarvísir að ritningunum, „Endurlausnaráætlunin“; scriptures.ChurchofJesusChrist.org; sjá einnig Gospel Topics, „Sáluhjálparáætlunin,“ topics.ChurchofJesusChrist.org; „Lexía 2: Sáluhjálparáætlunin,“ Boða fagnaðarerindi mitt, 48–50, 53.

  8. Sjá „Lexía 2: Sáluhjálparáætlunin,“ Boða fagnaðarerindi mitt, 49.

  9. Sjá „Lexía 2: Sáluhjálparáætlunin,“ Boða fagnaðarerindi mitt, 47–50.

  10. Sjá „Lexía 2: Sáluhjálparáætlunin,“ Boða fagnaðarerindi mitt, 47–50.

  11. Mósía 15:27. Tilvitnanir í eilíft réttlæti eða réttlæti Guðs eru víða í ritningunum, en sérstaklega í Alma 41:2–8 og Alma 42.

  12. Sjá Alma 42:14–24; HDP Móse 1:39.

  13. Sjá „Lexía 2: Sáluhjálparáætlunin,“ Boða fagnaðarerindi mitt, 47–50.

  14. Sjá Alma 34:9–13; sjá einnig Mósía 13:28, 34–35; 15:1–9; Alma 42:15.

  15. Lúkas 2:10.

  16. Jóhannes 3:16.

  17. Sjá Helaman 14:15–17; Mormón 9:12–14.

  18. Sjá neðanmálsgr. 5 og 6

  19. Mósía 15:8–9.

  20. Hvert er takmark mitt sem trúboði?,“ Boða fagnaðarerindi mitt, 1; sjá einnig „Lexía 3: Fagnaðarerindi Jesú Krists,“ Boða fagnaðarerindi mitt, 63.

  21. Russell M. Nelson, „Hreinn sannleikur, hrein kenning og hrein opinberun,“ aðalráðstefna, okt. 2021, leturbreyting hér).

  22. Dieter F. Uchtdorf, „Jesús Kristur er styrkur ungmenna,” aðalráðstefna, okt. 2022; sjá einnig Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir fyrir ákvarðanatökur (2022), 4.

  23. Dale G. Renlund, „Lifelong Conversion of Missionaries“ (Ræða flutt á málstofu fyrir trúboðsleiðtoga, 25. júní, 2021), 1, Church History Library, Salt Lake City.

  24. D. Todd Christofferson, „Kenningin að tilheyra,” aðalráðstefna, okt. 2022; sjá einnig D. Todd Christofferson, „Gleði heilagra,“ aðalráðstefna, okt. 2019.

  25. Sjá Jakob 4:11; Kenning og sáttmálar 20:54; Leiðarvísir að ritningunum, „Illt umtal.“

  26. Sjá Ahmad S. Corbitt, „Activism vs. Discipleship: Protecting the Valiant” (address given at the chaplains’ seminar, okt. 2022), cdn.vox-cdn.com/uploads/chorus_asset/file/24159863/Brother_Corbitt_Chaplain_seminar.pdf; video: media2.ldscdn.org/assets/general-authority-features/2022-chaplain-training-seminar/2022-10-1000-activism-vs-discipleship-1080p-eng.mp4.

  27. 2. Jóhannes 1:9–10.

  28. Sjá 4. Mósebók 21:5–9.

  29. 2. Nefí 25:20.

  30. Alma 33:20.

  31. 2. Nefí 31:21.

  32. Sjá „2021 útsending: Lögmálið að elska, miðla og bjóða,” broadcasts.ChurchofJesusChrist.org; sjá einnig Gary E. Stevenson, “Elska, miðla, bjóða,” aðalráðstefna, apríl 2022.

  33. 2. Nefí 2:8.