2023
Fjórar leiðir til að styðja vini sem eiga fjölskyldu þar sem allir eru ekki í kirkjunni
Júlí 2023


„Fjórar leiðir til að styðja vini sem eiga fjölskyldu þar sem allir eru ekki í kirkjunni,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2023.

Lífs hjálp

Fjórar leiðir til að styðja vini sem eiga fjölskyldu þar sem ekki allir eru í kirkjunni

Þið getið hjálpað öllum að finna elsku og umhyggju í kirkjunni óháð aðstæðum þeirra.

Fjölskyldur eru af öllum gerðum. Fólk sem þú sérð í kirkju getur til dæmis átt fjölskyldumeðlimi sem eru ekki meðlimir kirkjunnar eða hafa ákveðið að yfirgefa kirkjuna. Án stuðnings fjölskyldunnar, getur verið erfitt fyrir fólk að taka þátt í kirkjunni eða jafnvel finnast að það tilheyri.

Þar komið þið að máli!

Þið getið gegnt mikilvægu hlutverki í því að blessa allar tegundir fjölskyldna, við hvers kyns aðstæður. Hér eru nokkrar leiðir fyrir ykkur til að hjálpa:

stúlka á bæn

Myndskreyting: Oksana Grivina

Biðja fyrir úrræðum til að hjálpa

Biðjið fyrir því að vita hvernig þið getið hjálpað bæði þeim sem koma í kirkjuna og fjölskyldum þeirra. Verið tilbúin að bregðast við þeim svörum sem þið hljótið.

vinir og fjölskylda

Þekkið fjölskylduna

Reynið að kynnast öllum í fjölskyldu vinar ykkar, ef mögulegt er. Það mun hjálpa ykkur að vita hvaða stuðning vinur ykkar hefur heima hjá sér og hvað gerir kirkjuþátttöku flókna fyrir hann eða hana. Þegar þið kynnist fjölskyldunni betur, getið þið hlotið innblástur um að hjálpa á sérstakan, þarflegan hátt.

ungmenni klifrar upp stiga

Verið viss um að lifa stöðugt eftir fagnaðarerindinu

Margir fá áhuga á kirkjunni þegar þeir sjá meðlimi lifa eftir trú sinni. Við vitum aldrei hver fylgist með. Þið getið komið miklu góðu til leiðar einfaldlega með því að lifa eftir fagnaðarerindinu. Að gera það, mun blessa líf ykkar og það getur hjálpað við að færa þeim sem umhverfis eru ljós fagnaðarerindisins.

fólk og fjölbreytileiki

Verið einfaldlega vingjarnleg.

Vanmetið ekki að einföld góðvild getur skipt miklu máli. Dæmi:

Ef þið sjáið einhverja sitja eina í kirkjunni, skuluð þið setjast við hlið þeirra eða bjóða þeim að sitja hjá fjölskyldu ykkar.

Ef þau komast ekki í kirkju eða á aðrar athafnir á eigin spýtur, bjóðið þeim þá far eða bjóðið þeim að koma með fjölskyldu ykkar.

Það er líka mikilvægt að vinir ykkar séu hafðir með í viðburðum. Það kann að virðast léttvægt að bjóða fólki að koma á deildar- eða fjölskylduviðburð, en það getur hjálpað vini ykkar að velja að vera nálægt frelsaranum og kirkju hans, ef honum finnst hann vera meðtekinn.