„Finna heimili, elsku og að maður tilheyri,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2023.
Sterkur grundvöllur
Finna heimili, elsku og að maður tilheyri
Ég var sex ára þegar ég þurfti að yfirgefa fjölskylduna mína. Það var mjög sorglegt og ógnvekjandi. Nokkrum mánuðum eftir að það gerðist, heyrði ég fyrst um Jesú Krist.
Ég tók að heimsækja fjölskyldu sem síðar varð fósturfjölskylda mín. Hjónin áttu fullt af börnum sem voru góð við mig og elskuðu frelsarann. Nýja fjölskyldan mín leyfði mér að fara í kirkju með sér og mér fannst ég örugg og ánægð þar.
Það tók mig nokkur ár að sækja kirkju og lesa ritningarnar áður en ég skildi hvað fagnaðarerindið var og ég vildi ólm láta skírast. Ég var 12 ára þegar ég var loks ættleidd af fósturfjölskyldunni minni og ég mátti skírast ef ég vildi!
Við skírn mína gaf ég vitnisburð minn og fann að kærleikur Guðs umlukti mig miklum styrk.
Að lesa Mormónsbók og læra um Jesú, hefur hjálpað mér að vita að ég er ekki ein og að ég er barn Guðs. Jafnvel þegar hlutirnir fara ekki eins og ég vil, mun hann alltaf vera til staðar fyrir mig.
Violet B., Havaí, Bandaríkjunum