2023
Sjö dagar miðlunar
Júlí 2023


„Sjö dagar miðlunar,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2023.

Sjö dagar miðlunar

Þið getið miðlað fagnaðarerindinu eðlilega og blátt áfram. Eruð þið til í áskorunina?

Þegar við tölum um að gefa vitnisburð okkar, hugsum við oft um að gefa vitnisburð okkar á sakramentissamkomu eða á einhverjum öðrum formlegum vettvangi. En við höfum verið hvött til að „leita tækifæra til að ræða um trú okkar eðlilega og blátt áfram.“1

Í sjö daga áskoruninni hér á eftir, getið þið gefið vitnisburð ykkar á ólíkan hátt á hverjum degi í eina viku. Þið getið gert þessa hluti í hvaða röð sem er eða jafnvel komið með ykkar eigin hugmyndir! Eruð þið til í áskorunina?

Ljósmynd
samkomuhús

Myndskreyting: Emily Davis

Dagur 1: Kirkja

Íhugið að gefa vitnisburð ykkar á föstu- og vitnisburðarsamkomu í kirkjunni, ef það er eitthvað sem ykkur líður vel með. Ef ekki, getið þið líka gefið vitnisburð ykkar í kirkju er þið takið þátt í kennslustundum ykkar á sunnudögum og í trúarskólanum. Athugasemdirnar sem þið miðlið þar, geta verið upplyftandi fyrir aðra og styrkt vitnisburð þeirra, sem og ykkar sjálfra.

Ljósmynd
vinir

Dagur 2: Vinir

Hvað lærðuð þið í kirkjunni á sunnudaginn? Nutuð þið þess sem einhver miðlaði í ræðu á sakramentissamkomu eða í umræðu í námsbekk ykkar? Ef til vill var upphafsöngurinn einn af ykkar uppáhalds sálmum. Segið vini frá því! Spyrjið síðan líka um helgina hans eða hennar.

Ljósmynd
sími með samfélagsmiðlum

Dagur 3: Samfélagsmiðlar

Á samfélagsmiðlum er tilvalið að miðla andlegum hlutum eðlilega og blátt áfram. Á þessum degi áskorunarinnar, skuluð þið íhuga að miðla færslu um:

  • Eitt af ykkar uppáhalds ritningarversum.

  • Upplífgandi tilvitnun frá aðalráðstefnu.

  • Andlegri hugleiðingu eða upplifun.

  • Einhverju sem þið elskið eða kunnið að meta við frelsarann.

  • Hvernig hann hefur hjálpað ykkur nýlega eða eiginleika sem þið dáist að í fari hans og hvers vegna.

Ljósmynd
sími með myndbandi og texta

Dagur 4: Skilaboð með texta eða myndbandi

Sendið upplífgandi skilaboð til vinar með texta eða myndbandi. Þið gætuð miðlað ráðstefnuræðu sem þið teljið að hann eða hún gæti notið, sagt viðkomandi frá einhverju sem þið kunnið að meta í fari hans eða hennar eða miðlað trú ykkar á Jesú Krist. Vinurinn gæti til dæmis þurft að vita um elsku himnesks föður til sín. Þið getið líka alltaf sagt þeim það augliti til auglitis!

Ljósmynd
stúlka með hjartalaga blöðru

Dagur 5: Þjónusta

Þið gætuð íhugað hvernig þjónusta við aðra getur verið leið til að miðla vitnisburði ykkar. Páll postuli kenndi Tímóteusi: „Ver fyrirmynd trúaðra, í orði, í hegðun, í kærleika, í trú, í hreinleika“ (1. Tímóteusarbréf 4:12). Þið getið á þann hátt sýnt trú ykkar gegnum eigið fordæmi, með því að þjóna öðrum eins og frelsarinn myndi þjóna þeim.

Ljósmynd
listverkfæri

Dagur 6: Listir

Stundum notar fólk list sem úrræði til að miðla hugsunum sínum og tilfinningum. Þið getið miðlað því hvað ykkur finnst um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans gegnum málverk, skúlptúr, ljóð, tónlist eða á einhvern annan listrænan hátt.

Ljósmynd
ungmenni á tali

Dagur 7: Óformleg umræða

Ekki vera hrædd við að segja frá trú ykkar í óformlegu umhverfi, á sama hátt og þið mynduð miðla eigin hugsunum um eitthvað annað tiltekið efni.

Þið getið auðvitað talað um viðburði kirkjunnar eða ritningarvers sem þið lásuð nýlega, en það getur líka verið enn hversdaglegra en það. Dæmi:

  • Ef ykkur finnst þið innblásin af náttúrunni, tjáið þá einhverjum öðrum þakklæti ykkar fyrir sköpun Guðs.

  • Ef til vill hafið þið hlotið frábæra andlega upplifun nýlega. Segið vini frá því, ef það er ekki of persónulegt.

  • Finnið trúarlegar hliðstæður í bók eða kvikmynd sem ykkur finnst áhugaverð og miðlið skilningi ykkar.

Eðlilega og blátt áfram

Eftir því sem þið uppgötvið hinar ýmsu leiðir til að miðla skoðunum ykkar, verður ykkur sífellt eðlilegra að gera það. Í fyrstu gæti það verið óþægilegt, en það er allt í lagi! Munið að vitnisburður ykkar er ykkur þegar eðlilegur – hann er hluti af því hver þið eruð. Að miðla því, getur líka orðið eðlilegt. Allt sem þarf, er að tjá sig aðeins meira um það á hverjum degi.

Hvernig getið þið gefið vitnisburð ykkar í dag?

Prenta