„Skemmtistund,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2023.
Skemmtistund
Völundarhús góðra frétta
Kristur er upprisinn og nú er komið að ykkur að miðla fagnaðarerindinu með sem flestum. Farið fram hjá hverjum einstaklingi sem er á götum Jerúsalem á leið ykkar út úr borginni, án þess að fara til baka.
Komið auga á mismuninn.
Hver þessara sauða er ólíkur öllum hinum?
Snjókorn að vetri eða sumri
Jesús Kristur skapaði jörðina og allt sem á henni er, undir handleiðslu himnesks föður – líka snjóinn. Sums staðar í heiminum, eins og víða í Suður-Afríku, Argentínu, Ástralíu og Síle, snjóar í júlí. Þið getið búið til snjókorn, jafnvel þótt það sé heitt þar sem þið búið!
-
Byrjið með ferkantað blað.
-
Brjótið blaðið í tvennt svo það myndi þríhyrning og síðan aftur í tvennt.
-
Brjótið þríhyrninginn í þrennt.
-
Klippið af skörpu brúnirnar efst.
-
Klippið út mynstur eftir ykkar óskum með blaðið brotið saman.
-
Takið blaðið í sundur til að sjá snjókornið ykkar!
Þið getið búið til eigið mynstur eða valið að nota eitt eftirfarandi mynstra.
Myndasögur
Svör
Völundarhús góðra frétta: Sjá hér að neðan. Þetta er ekki eina lausnin að þessu völundarhúsi. Ef þið komust fram hjá öllum einstaklingum allt til enda, án þess að fara til baka, gerðuð þið þetta rétt!
Komið auga á mismuninn: Þriðji neðsti sauðurinn er ólíkur öllum hinum. Hann er með krullaða ull og bláan kraga, en allir aðrir sauðir með krullaða ull eru með rauðan kraga. Sauðir með slétta ull hafa bláan kraga.