2023
Hvernig get ég verið fordæmi fyrir fjölskyldumeðlimi mína ef þeir eiga erfitt með að lifa eftir kenningum Jesú Krists?
Júlí 2023


„Hvernig get ég verið fordæmi fyrir fjölskyldumeðlimi mína ef þeir eiga erfitt með að lifa eftir kenningum Jesú Krists?“ Til styrktar ungmennum, júlí 2023.

Spurningar og svör

„Hvernig get ég verið fordæmi fyrir fjölskyldumeðlimi mína ef þeir eiga erfitt með að lifa eftir kenningum Jesú Krists?“

Sýna, þjóna og miðla

Ljósmynd
stúlka

„Sýnið fjölskyldu ykkar hvernig það gerir ykkur hamingjusöm að lifa eftir fagnaðarerindinu. Þið getið þjónað þeim og miðlað þeim reynslu ykkar. Þið gætuð líka boðið trúboðunum að hafa heimiliskvöld hjá ykkur.“

Luciana M., 18 ára, Mendoza, Argentínu

Leitist eftir að skilja

Ljósmynd
stúlka

„Sumir af fjölskyldumeðlimum mínum hafa gert ýmislegt sem er ekki í samræmi við staðla Guðs. Reynið að skilja rök þeirra fyrir því sem þeir eru að gera. Það þýðir ekki að þið þurfið að gera það sem þeir eru að gera. Það sem meira er um vert, elskið þau, sama hvað þau gera eða segja.“

Melody E., 13 ára, Texas, Bandaríkjunum

Fylgið frelsaranum

Ljósmynd
stúlka

„Ég reyni alltaf að vera fjölskyldu minni fyrirmynd með því að tala um kenningar kirkjunnar. Ég reyni alltaf að endurspegla Krist í sjálfri mér. Ég veit að ef ég fylgi honum, mun ég geta verið góð fyrirmynd fyrir fjölskyldu mína og hjálpað við að færa ljós Krists í líf þeirra.“

Adalia C., 19 ára, Rio Grande do Sul, Brasilíu

Spila uppliftandi tónlist

Ljósmynd
stúlka

„Ég umkringi mig góðum fjölmiðlum sem færa andann á heimilið mitt. Að spila sálm á píanó, hjálpar mér að finna fyrir gleði, jafnvel þegar fjölskyldumeðlimir mínir eru í erfiðleikum. Haldið áfram að treysta á frelsarann varðandi gleði og frið, jafnvel þegar aðrir umhverfis geri það ekki.“

Lauren B., 14 ára, Maryland, Bandaríkjunum

Elskið þau

„Þið getið ekki breytt vali fjölskyldumeðlima ykkar, fremur en þeir geta breytt ykkar, en þið getið alltaf elskað þá. Kristur sýndi fólki sem var ekki sammála honum eða líkaði jafnvel ekki við hann svo mikinn kærleika. Allir eru börn Guðs og fyrir kærleika ykkar, geta þeir fundið kærleika himnesks föður.“

Brooklyn D., 17 ára, Utah, Bandaríkjunum

Leitist við að sjá eins og Kristur sér

Ljósmynd
piltur

„Að hafa kristilega elsku og reyna að sjá handan veikleika þeirra, getur hjálpað okkur að skilja hvað þau eru að ganga í gegnum. Jesús Kristur skilur hvert okkar fullkomlega. Og við getum byrjað að sjá og hjálpa öðrum eins og hann gerir, ef við biðjum hann að leiðbeina okkur.“

John K., 17 ára, Indíana, Bandaríkjunum

Dæmið ekki

„Ég er að læra að elska þau, sýna þeim góðvild og dæma ekki.“

Logan C., 18 ára, Utah, Bandaríkjunum

Prenta