Til styrktar ungmennum
Milli lærisveina
Janúar 2024


„Milli lærisveina,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2024.

Þema ungmenna 2024

Milli lærisveina

Hvernig getið þið verið lærisveinar Jesú Krist? Það er auðveldara en þið gætuð haldið. Skoðið þessi dæmi sem ungmenni miðla um lærisveinana í lífi þeirra.

piltar

Kyler C., 13 ára

Frá Guayas, Ekvador. Hefur gaman af körfubolta og fiðlu.

Tveir vina minna í kirkjunni, Arick og Mike, hafa kennt mér mikilvægi þess að vera lærisveinn Jesú Krists. Fordæmi þeirra hefur hjálpað mér að hafa meiri þrá um að þjóna í trúboði. Nú er ég spenntur yfir því að miðla hinum þurfandi meira um Jesú Krist.

Vinir mínir eru einnig góð fordæmi um Krist í tali. Þeir hafa miðlað mér mörgum dæmum um það að fylgja Jesú Kristi, sem hefur hvatt mig til að koma nær honum. Til dæmis hafa vinir mínir kennt mér að þegar við erum með spurningar, getum við spurt Guð. Hvernig vitum við svo þegar hann svarar? Við munum vita það í hjörtum okkar. Þá er það andinn að segja að Guð sé að tala við okkur og að við séum að velja rétta leið. 

stúlka og piltur

Ayotunde Raphael A., 15 ára

Frá Oyo, Nígeríu. Hefur gaman af dansi, íþróttum og að kenna með trúboðunum.

Vinkona mín Ewa (stytting á Ewaoluwa) er mér fordæmi um lærisvein Krists. Hún særði mig einu sinni og ég var reiður henni. Þá bað hún mig fyrirgefningar. Í gegnum það ferli kenndi hún mér auðmýkt og fyrirgefningu. Hún var svo auðmjúk þegar hún baðst afsökunar og ég fyrirgaf henni.

Hvað mig varðar, þá er það að vera lærisveinn Jesú Krists að halda boðorð himnesks föður, elska Guð og son hans Jesú Krist og hafa meiri umhyggju gagnvart öðrum.

piltur

Gabriel A., 12 ára

Frá Oyo, Nígeríu. Finnst gaman að spila knattspyrnu.

Ég þekkti dreng í kirkjunni sem var hrekkjusvín áður, en svo breyttist hann allt í einu einn daginn. Ég ákvað að spyrja hann: „Hvers vegna breyttistu?“ Hann sagði mér að hann hafi beðist fyrir, lesið ritningarnar, átt trú og unnið ötullega að því að breyta hegðun sinni. Það hjálpaði mér því nú, þegar mig langar að taka ákvörðun, námslega eða andlega, þá bið ég vanalega Guð um að leiða mig.

Vinur minn kann að vera ófullkominn, en hegðun hans snerti hjarta mitt. Nú les ég vanalega ritningarnar áður en ég tek einhver ný skref í lífinu. Fordæmi vinar míns hefur fært mig nær Kristi, því í hvert sinn sem ég syndga, get ég farið aftur til Drottins í bæn og iðrun. Það hefur hjálpað mér að leggja byrðar mínar til hliðar að leita til Drottins.